Tvær fróðlegar bækur

Ég er þessa dagana að lesa tvær fróðlegar bækur.

Önnur er eftir Magnús Þór Hafsteinsson, Dauðinn í Dumbshafi, um Íshafssiglingarnar í seinni heimsstyrjöld, en skipin, sem þau stunduðu, komu við í Hvalfirði á leiðinni. Er þetta mikil saga og oft raunaleg, sem Magnús Þór hefur skráð af kostgæfni.

Hin bókin er gömul, kom út 1988. Hún er eftir líffræðinginn Jeremy Cherfas og heitir The Hunting of the Whale. Þótt ég sé alls ekki sammála höfundinum, er bókin fróðleg og fjörlega skrifuð. Hvalir eru ótrúleg dýr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband