Erindi í Rotary-klúbbi Reykjavíkur

Ég flutti erindi um bók mína, Íslenska kommúnista 1918–1998, í Rotary-klúbbi Reykjavíkur miðvikudaginn 8. febrúar 2012. Þar fór ég yfir helstu niðurstöður bókarinnar, rakti rannsóknir mínar og sýndi nokkrar myndir úr bókinni.

Eiður Guðnason, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, sagði mér á fundinum, að Alþýðuflokksmenn hefðu gert átak í því að fá forystumenn flokksins til að taka saman skjöl sín og afhenda Þjóðarbókhlöðunni. Er það til fyrirmyndar.

Sjálfur kannaði ég bréfasöfn Einars Olgeirssonar, Kristins E. Andréssonar og Þóru Vigfúsdóttur, Þórbergs Þórðarsonar, Brynjólfs Bjarnasonar, Stefáns Jóhanns Stefánssonar, Ragnars Jónssonar í Smára og Bjarna Benediktssonar (og fleiri manna), áður en ég skrifaði bók mína.

Mikilvægt er, að fróðleg skjöl, sem varpað geta ljósi á fortíðina, glatist ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband