Bókin um Vilborgu Dagbjartsdóttur

Fjórða hefti sjöunda árgangs Þjóðmála á þessu ári kom út nýlega. Þar birti ég á bls. 88–91 ritdóm um bók Þorleifs Haukssonar, Úr þagnarhyl, um Vilborgu Dagbjartsdóttur, skáld, baráttukonu og kennara, sem Mál og menning gaf út fyrir jólin.

Ég bendi í ritdómnum á það, að ævisaga Vilborgar kom út hjá bókafélaginu Sölku fyrir ellefu árum, Mynd af konu, og skráði hana Kristín Marja Baldursdóttir. Rek ég, hversu náskyldar bækurnar eru að efni og jafnvel orðalagi.

Síðari bókin um Vilborgu er prýðileg eins og hin fyrri, enda er Vilborg gott skáld, ötul baráttukona og vinsæll kennari. En ég hélt, að Ríkisútvarpið væri frekar vettvangur fyrir endurtekið efni en bókamarkaðurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband