Ný bók Snorra G. Bergssonar um kommúnistahreyfinguna

Snorri G. Bergsson sagnfræðingur hefur samið afar fróðlega bók um fyrstu ár íslensku kommúnistahreyfingarinnar, Roðann í austri, sem Ugla gefur út. Nær bókin frá upphafi þessarar hreyfingar og fram til 1924, þegar þáttaskil urðu með heimkomu þeirra Brynjólfs Bjarnasonar og Einars Olgeirssonar frá Þýskalandi. Snorri fer þar í saumana á sögu þessarar hreyfingar í frumdaga og hrekur ýmsar goðsagnir, sem þeir Hendrik Siemsen Ottósson, Brynjólfur Bjarnason og Ólafur Friðriksson Möller settu af stað, ekki síst um Drengsmálið 1921. Snorri kemst í verki sínu að sömu niðurstöðu og við Þór Whitehead: Kommúnistahreyfingin íslenska var í nánum tengslum við hina alþjóðlegu hreyfingu og beitti ofbeldi að undirlagi og eftir fyrirmælum erlendra aðila. Von er næstu ár á fleiri ritum eftir Snorra um sögu kommúnistahreyfingarinnar, og er það vel. Ég naut mjög góðs af hinum yfirgripsmiklu og rækilegu rannsóknum hans, þegar ég setti saman bók mína, Íslenska kommúnista 1918–1998.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband