Það sem ég skrifaði fyrir þremur árum í WSJ

Evran er á niðurleið. Evrópusambandið riðar til falls. Írland burðast með þungar bankaskuldir. Grikkland er gjaldþrota, hvort sem tregðast verður við að viðurkenna það eða ekki. Hver ríkisstjórnin af annarri hefur hrökklast frá í Evrópu vegna hinnar alþjóðlegu lánsfjárkreppu. En 3. febrúar 2009, strax eftir að Samfylkingin sleit stjórnarsamstarfinu undir forsæti Geirs H. Haardes og hin nýja ríkisstjórn lýsti yfir því, að forgangsverkefni sitt yrði að reka Davíð Oddsson úr sæti seðlabankastjóra, birti ég grein í Wall Street Journal, sem ég lauk svo:

Geir H. Haarde and David Oddsson may be among the first political casualties of the international financial crisis, but they are unlikely to be the last. It looks like other nations are also entering interesting times.

Þessi spá hefur svo sannarlega gengið eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband