Molotov á Íslandi

Einn af mörgum fróðleiksmolum í bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918–1998, er, að Vjatsjeslav Molotov, utanríkisráðherra Stalíns, kom tvisvar leynilega til Íslands í miðju stríði, á leið til og frá Bandaríkjunum, eins og Stöð tvö birti frétt um laugardagskvöldið 26. nóvember. Rakst ég á gögn um þetta í einkaskjalasafni Bjarna Benediktssonar (en þaðan er margt forvitnilegt í bók minni, ekki síður en úr skjalasöfnum þeirra Einars Olgeirssonar, Brynjólfs Bjarnasonar og Kristins E. Andréssonar). Af einhverjum ástæðum birti Tíminn frétt um þessar heimsóknir Molotovs vorið 1942, þótt reynt væri að halda þeim strangleynilegum. Þetta var mikil hættuför, og segir Simon Sebag Montefiore, að Þjóðverjar hafi reynt að ráðast á flugvél Molotovs á heimleið (en þá varð hún að fara nálægt yfirráðasvæði Þjóðverja).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband