Evran í nýju ljósi

Martin Wolf og Paul Krugman telja hvorugur evruna henta Íslendingum. Ég
man, hvað Milton Friedman sagði mér fyrir mörgum árum: Evran er tilraun
til að stofna eitt gjaldmiðilssvæði svipað því, sem Bandaríkjadalur nær
yfir, hin fimmtíu ríki Bandaríkjanna. Þessi athyglisverða tilraun
mistekst sennilega, sagði Friedman, af tveimur kerfisbundnum ástæðum.
Hin fyrri er, að evrópskur vinnumarkaður er ekki eins sveigjanlegur um
verð (laun) og hinn bandaríski. Hin síðari er, að vinnuafl er tregari
til að flytjast milli landa í Evrópu í leit að jafnvægi en á milli hinna
fimmtíu ríkja Bandaríkjanna. Fyrr eða síðar verður evran því notuð til að
fullnægja þörfinni fyrir ódýra peninga. Fram að þessu hefur spádómur
Friedmans ekki ræst: Evran virtist vera skilgetið afkvæmi þýska
marksins. Nú kann spádómurinn hins vegar að rætast: Sést ekki ættarmót
grísku drökmunnar á evrunni?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband