Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er óþarfur

Fyrir mörgum árum benti ég fyrst á það, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
væri óþörf stofnun, nema auðvitað fyrir hina hrokafullu starfsmenn hans,
sem fá skattfrjáls laun og ferðast um á fyrsta farrými. Sjóðurinn hefur
það hlutverk að bjarga valdsmönnum, sem kunna ekki fótum sínum forráð,
undan afleiðingum eigin mistaka. Á sama hátt er Alþjóðabankinn aðeins
byggðastofnun fyrir allan heiminn: Hann veitir lán til framkvæmda, sem
einkaaðilar telja ekki nógu arðbær til þess, að þeir vilji fjármagna
þau. Ráðin, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veitir einstökum ríkjum, eru
mörg hver skynsamleg, en það þarf engan vitring til að semja þau: Ríki
eiga ekki að eyða um efni fram og þurfa að gæta hófs í seðlaútgáfu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband