Nashyrningar

Ég skrifa grein um nashyrninga í Vísbendingu, 23. tbl. 29. árg., 20. júní 2011, bls. 3. Nánar tiltekið er greinin um það, hvernig koma megi í veg fyrir útrýmingu nashyrninga. Sumir vilja fara leið friðunar, en ég tel leið verndunar greiðfærari að þessu sama marki: Íbúar á slóðum nashyrninganna á gresjum Afríku (eða félög þeirra) megi nýta þá, en við það öðlast þeir hagsmuni af því að vernda þá. Verndun krefst verndara. Breyta verður veiðiþjófum í veiðiverði.

Greinin er einn þátturinn í rannsóknarverkefni, sem ég hef umsjón með í Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og heitir „Umhverfisvernd, eignaréttindi og auðlindanýting“.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband