Sjónarmið Björns Bjarnasonar

Björn Bjarnason skrifar á heimasíðu sína:

Því meira sem ég les af skýringum um Icesave III þeim mun sannfærðari verð ég um hve misráðið er að láta ekki reyna á málið fyrir dómstólum. Auðheyrt var á Lee Bucheit, aðalsamningamanni Íslands í lokasamningalotunni, að hann var hlynntur því að láta dómara fjalla um málið. Umboð hans í nafni Steingríms J. Sigfússonar var hins vegar að semja.

Í skýrslu rannsóknarnefndar alþingis eru kynnt sterk lögfræðileg rök gegn skyldu Íslendinga til að verða við kröfum Breta og Hollendinga.

Margir erlendir lögfræðingar hafa bent á haldleysið í áliti ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem síðan var stuðst við af leiðtogaráði ESB og framkvæmdastjórn ESB sumarið 2010. Þessir lögfræðingar segja afdráttarlaust að löglaust sé að gera þær kröfur á hendur Íslendingum sem Bretar og Hollendingar hafa gert. Þá benda þeir á að fráleitt sé að stjórnmálamenn taki pólitískt af skarið um jafnmikilvægt lögfræðilegt álitaefni.

Ég tek undir með Birni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband