Skuldakóngur alls heimsins?

jon_sgeirnewyork.jpgDavíð Oddsson bendir í síðasta Reykjavíkurbréfi sínu, 8. janúar 2011, á athyglisverða staðreynd um bankahrunið:

Glitnir fór fyrstur í þrot og hinir tveir drógust með enda kom í ljós að allir bankarnir þrír höfðu verið rændir innan frá og sérstakur skjólstæðingur Samfylkingarinnar skuldaði yfir þúsund milljarða króna í öllum bönkunum og hafði einnig náð í tugi og hundruð milljarða frá öðrum, svo sem sparisjóðum og lífeyrissjóðum. Ekki er vitað um neinn einstakling í samanlagðri sögu mannkyns sem skuldaði slíkt hlutfall af eigin fé stærstu bankanna í einu landi annars vegar og heildarframleiðslu þjóðar hins vegar. (Gustuk væri að láta Heimsmetabókina vita af þessu).

Ég hef áður kallað Jón Ásgeir Jóhannesson „skuldakóng Íslands“. Það skyldi þó ekki vera, að hann sé skuldakóngur alls heimsins, að minnsta kosti ef miðað er við höfðatölu?

(Myndin er úr lúxusíbúð Jóns Ásgeirs á Manhattan.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband