Björn Ólafsson ráðherra

bjornolafsson.jpgHið virðulega tímarit þjóðvinafélagsins, sem Jón Sigurðsson hafði forgöngu um, Andvari, kemur út einu sinni á ári. Er það nú undir ritstjórn Gunnars Stefánssonar bókmenntafræðings. Andvari birtir jafnan fremst rækilegt æviágrip einhvers merks Íslendinga.

Mér er ljúft að segja hér frá því, að Andvari ársins 2010, sem kom út skömmu fyrir jól, flytur æviágrip Björns Ólafssonar ráðherra eftir mig á fjörutíu blaðsíðum. Rek ég þar sögu einstaks dugnaðarforks og sjálfmenntaðs gáfumanns, sem braust úr fátækt í bjargálnir.

Björn fæddist við lítil efni, nánast örbirgð, á Akranesi árið 1895, en þegar hann lést árið 1974, var hann áreiðanlega einn ríkasti Íslendingur sinnar tíðar. Hann var ekki aðeins kaupsýslumaður og iðnrekandi, heldur líka ötull baráttumaður fyrir frjálsri verslun, ráðherra og alþingismaður, auk þess sem hann tók þátt í mörgum fyrirtækjum og félögum.

Hann vitnaði eitt sinn í ráð, sem sér hefði verið gefið ungum: „Það er ekki hægt að taka þátt í pólitík nema vera sjálfstæður maður og þurfa ekki að spyrja neinn um leyfi til að gera það, sem maður telur rétt og nauðsynlegt. Það er ekki hægt að vera allt sitt líf eins og hengdur upp á þráð vegna auraleysis.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband