Bandaríski sendiherrann í heimsókn

Bandaríski sendiherrann á Íslandi, Luis E. Arreaga, kom þriðjudaginn 9. nóvember 2010 í heimsókn í námskeiðið Bandarísk stjórnmál, sem ég kenni í stjórnmálafræðideild. Hann er annar gesturinn í námskeiðinu, en áður hafði Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagt nemendum mínum frá kynnum sínum af fjórum Bandaríkjaforsetum.

Arreaga er eins og Barack Obama, núverandi forseti Bandaríkjanna, lifandi dæmi þess, hversu opið land þeirra er. Hann er fæddur og alinn upp í Guatemala, en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna, gerðist bandarískur ríkisborgari og gekk í utanríkisþjónustuna. Í Bandaríkjunum er ekki spurt, hvaðan menn koma, heldur hvað þeir geta.

Nemendur spurðu Arreaga spjörunum úr, um öryggisgæslu við sendiráðið, ný viðhorf á Norður-Íshafinu, framhald varnarsamstarfsins við Bandaríkin, viðskiptabannið á Kúbu, stríðið gegn fíkniefnum, varnir gegn tölvuþrjótum, heimsókn Obama til Indlands, afstöðu Bandaríkjanna til hinna nýju stórvelda, Kína og Indlands og jafnvel Brasilíu, skoðun Bandaríkjanna á umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og margt fleira. Svaraði Arreaga fimlega að hætti hins þjálfaða erindreka, en hann hefur doktorspróf í hagfræði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband