Þurfa Íslendingar að koma sér saman um gildi?

Ég er ekki þeirrar skoðunar, að þjóðin þurfi eða eigi að koma sér saman um einhver efnismikil gildi, heldur eigi hver maður að velja sín gildi og menn síðan að vera sammála um að vera ósammála. Þetta er aðal einstaklingshyggjunnar, en hennar vegna er vestræn menning ólík annarri.

Við erum ekki öll stödd saman á einni skútu, á einni ferð, heldur siglir hver maður sinni bátskænu, hver á sinni ferð, en þeir þurfa vitanlega að sigla eftir sömu siglingarreglum, svo að ekki verði árekstrar eða menn strandi.

Þess vegna el ég með mér efasemdir um þjóðfundi, eins og þann, sem nýlokið er, þótt vissulega sé gott og blessað, að menn komi saman og ræði um daginn og veginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband