Tökum aftur upp samstarf við Bandaríkin

Furðulegt er að fylgjast með umræðum um utanríkis- og öryggismál á
Íslandi. Enginn minnist á eitt aðalatriðið. Hann er, að á miklu ríður
fyrir Íslendinga að vera innan varnarlínu Bandaríkjanna. Þau settu
snemma á 19. öld fram svonefnda Monroe-kenningu, sem var, að þau liðu
öðrum ekki yfirgang í Vesturheimi. En hvað er Vesturheimur? Við
Íslendingar þurfum á því að halda, að línan sé dregin austan við Ísland,
ekki vestan við það. Svo var árin 1941–2006, á meðan við áttum í
farsælu samstarfi við Bandaríkin. Þau þurfa að átta sig á því, að það er
þeim í hag ekki síður en Íslandi að endurnýja þau tengsl, sem þá
mynduðust.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband