Fyrirlestur í Þjóðarspegli á föstudegi

Í fyrradag, föstudaginn 29. október, flutti ég fyrirlestur á Þjóðarspeglinum, þar sem fræðimenn á félagsvísindasviði Háskóla Íslands kynna árlega rannsóknaniðurstöður sínar. Þar gagnrýndi ég hina fræðilegu frumforsendu kröfunnar um auðlindaskatt (eða uppboð á veiðileyfum). Hún er, að eigendur náttúruauðlindar skapi engan arð, heldur sé allur arðurinn (sem oft er kallaður „auðlindarenta“) eins konar gjöf náttúrunnar, sem ríkið geti hirt óskiptan, án þess að hann minnki.

Fyrirlestur minn var kl. 13.00 í stofu 102 í Lögbergi. Fjöldi manns sótti hann, og nemendur spurðu skynsamlegra spurninga, sem sýna, að þeir skildu hinn fræðilega vanda og höfðu velt fyrir sér lausnum hans. Einnig lagði Ragnar Árnason, prófessor í auðlindahagfræði, orð í belg af þekkingu sinni og yfirsýn. Fyrirlestur minn er þáttur í rannsóknaverkefni, sem ég annast og nefnist „Umhverfisvernd, eignaréttindi og auðlindanýting“.

Fyrirlestur minn birtist í bók, sem kom út um leið og ráðstefnan var haldin, Rannsóknir í félagsvísindum, XI. bindi, og verður hún einnig aðgengileg á vefnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband