28.10.2010 | 16:59
Hættur framundan
Ísland á sér viðreisnar von, ef skynsamlega er á málum haldið. Hér er gnótt auðlinda og duglegt og vel menntað fólk. En núverandi ríkisstjórn virðist gera allt, sem hún getur, til að tefja viðreisnarstarfið. Hún ræðst beint á þann atvinnuveg, sem mestu skilar og best gengur, sjávarútveginn. Þar hafa myndast atvinnuréttindi í almenningi, sem eru eins og Sigurður Líndal og margir fleiri hafa fært rök fyrir, undirorpin eignarrétti (þótt sjálfur fiskurinn í sjónum sé það ekki). Þessi atvinnuréttindi ber að virða, ekki aðeins að lögum, heldur líka til þess að tryggja verðmætasköpun. Þetta kerfi atvinnuréttinda er eitt hið besta, sem fundist hefur til að nýta fiskistofna, eins og öllum sérfræðingum ber saman um.
Stjórnin ræðst líka beint á verðmætasköpun einstaklinganna í öðrum greinum. Í stað þess að lækka útgjöld og taka þá lán innan lands, ef útgjaldalækkunin hrekkur ekki til, hækkar hún skatta. Hún er að reyna að eyðileggja hið skilvirka og skynsamlega skattakerfi, sem hér myndaðist árin 19912004. Þetta skattakerfi laðaði menn til vinnu og verðmætasköpunar. Stighækkandi tekjuskattur er aðallega skattur á það, að fólk hækki tekjur sínar, komist úr fátækt í bjargálnir, bæti hag sinn og sinna.
Sjálfstæðisflokkurinn verður að heita því að standa vörð um atvinnuréttindi einstaklinga í þeim almenningi, sem fiskimiðin eru, og því að taka samstundis til baka allar skattahækkanir vinstri stjórnarinnar, ef hann á að geta reist Ísland við, auðvitað í samstarfi við aðra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook