Sjónvarpsþátturinn Harmageddon

Þeir Frosti Logason og Máni Pétursson bjóða upp á skemmtilega nýbreytni í útvarpsþáttum sínum, Harmageddon á FM 977. Þeir taka upp útvarpsþættina og setja þá í nokkrum bútum á youtube. Ég hafði ekki gert mér fulla grein fyrir því, þegar ég fór til þeirra í útvarpsþátt á dögunum, að honum yrði sjónvarpað líka, en ég sé nú á Netinu, að þetta er fjörlegt og fróðlegt.

Það er gott, að fleira sé haft eftir mér á Youtube en fádæma heimskulegt og illa gert úrklippusafn einhverrar heiftúðugar konu, sem kallar sig Láru Hönnu og tekur allt úr samhengi, sem ég sagði opinberlega í aðdraganda bankahrunsins. Til dæmis sagði ég þá eitt sinn, að við ættum „að gefa í“. Ég átti vitanlega ekki við skuldasöfnun bankanna, heldur við skattalækkanir. Við hefðum átt að nota færið, sem gafst, til að lækka skatta enn frekar en við gerðum.

Þeir, sem vilja vita eitthvað um raunverulegar skoðanir mínar á bankahruninu, aðdraganda þess og eftirmálum, en ekki afskræmingu furðufólks á þeim, geta skoðað þennan þátt þeirra Frosta og Mána hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband