Skynsemi eða ofbeldi?

Flestir þeir, sem lögðu leið sína á Austurvöll að kvöldi 4. október 2010, er umræður fóru fram um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi, voru friðsamir, venjulegir borgarar, sem mótmæla með réttu úrræðaleysi, fumi og fáti ríkisstjórnar, sem hefur aðeins slegið skjaldborg um tvö heimili, þeirra Einars Karls Haraldssonar og Más Guðmundssonar, og lætur hefndarþorsta í garð tveggja fyrrverandi formanna Sjálfstæðisflokksins tefja störf þings og þjóðar að endurreisn hagkerfisins um marga mánuði.

Fámennur hópur reyndi þó að beita ofbeldi á Austurvelli. Í öllum löndum eru einhverjir menn, sem lent hafa utangarðs á sál eða líkama og treysta sér ekki til að leysa úr ágreiningsmálum með frjálsri rannsókn og rökræðu eða með atkvæðagreiðslum, þegar því er að skipta. En við, sem vinnum í háskólum, þar sem skynsemin á að sitja í öndvegi, verðum að mæla öll einum rómi gegn ofbeldi. Það er hreint neyðarrúrræði, til dæmis í stríði, þegar ráðist er á þjóð, og það á vissulega ekki við í venjulegu friðsömu lýðræðisríki, eins og Ísland er og vill vera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband