Ólafur Ragnar bíður færis

Ólafur Ragnar Grímsson bíður færis að mynda utanþingsstjórn eins og Sveinn Björnsson gerði 1942. Aðstæður eru um sumt svipaðar nú og 1942. Þá gátu forystumenn stærstu stjórnmálaflokkanna ekki unnið saman vegna „eiðrofsmálsins“ svonefnda (sem er of flókið til að skýra út í nokkrum orðum). Nú geta forystumenn stærstu stjórnmálaflokkanna ekki unnið saman vegna „griðrofsmálanna“ tveggja. Þau eru, hvernig núverandi stjórnarflokkar rufu grið á tveimur fyrrverandi formönnum Sjálfstæðisflokksins. Davíð Oddsson var hrakinn úr Seðlabankanum. Geir H. Haarde var sendur fyrir Landsdóm. Hvort tveggja var valdníðsla. Ólíklegt er, að Sjálfstæðisflokkurinn geti unnið með þessum griðrofum.

Hverja myndi Ólafur Ragnar skipa í utanþingsstjórn, fengi hann til þess færi? Hér er spá um karlana: Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Halldór Guðmundsson, fyrrverandi útgáfustjóri, Ólafur Þ. Harðarson prófessor, Andri Snær Magnason rithöfundur, Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður, Vilhjálmur Þorsteinsson, forritari og fjárfestir. Nokkrar konur myndu síðan vitanlega sitja í stjórninni.

Ég hef að vísu litla trú á, að þetta gerist. En Ólafur Ragnar er til alls vís, og upplausn er í íslenskum stjórnmálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband