Jóhönnu ber að víkja

johannasigur_ardottir_998785.jpgJóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir bersýnilega ósatt um aðdragandann að ráðningu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Hún lætur trúnaðarmenn sína, Láru V. Júlíusdóttur í bankaráði Seðlabankans og Ragnheiði Arnljótsdóttur í forsætisráðuneytinu, hins vegar hylma yfir með sér. Það er óhugsandi, að ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu hafi gengið frá ráðningarkjörum Más án samráðs við Jóhönnu. Því trúir enginn.

Það er síðan fáránlegt, að starfsfólk ráðuneytisins fékkst við það að semja við Má um launakjör, á sama tíma og fjöldi annarra manna sóttu um seðlabankastjórastöðuna í þeirri trú, að henni væri óráðstafað. Það hlýtur að vera brot á stjórnsýslureglum, auk þess sem það er fullkomin óvirðing við aðra umsækjendur.

Ég tek undir leiðara Morgunblaðsins í gær, 8. júní:

Það er tilgangslaust að deila um það lengur að Jóhanna sagði ekki satt í hinu umtalaða máli, másgeitar-málinu. En hitt er verra að nú bendir margt til að allt hið flókna umsóknarferli sem sett var á svið um bankastjórastarfið hafi einmitt verið það, eingöngu sviðsetning. Hvenær hefur það gerst nokkurs staðar, nokkurn tímann að umsækjandi um starf hafi verið í hörku launaþjarki á umsóknartímanum og haft í hótunum um að segja af sér starfinu sem hann var ekki búinn að fá ef hann nyti ekki þeirra launa sem hann vildi?

En hvar eru allir álitsgjafarnir, sem venjulega ná ekki upp í nefið á sér af hneykslun, sé bókstafnum ekki fylgt í einu og öllu? Hvar er til dæmis umboðsmaður Alþingis, sem getur tekið mál upp að eigin frumkvæði og hefur gert það? Eða dr. Sigurbjörg stjórnsýslufræðingur, sem hefur látið móðan mása af minna tilefni?

Jóhanna Sigurðardóttir verður að víkja. Hún hefur sýnt það í stuttri dvöl sinni í forsætisráðuneytinu, að hún ræður ekki við það starf. Nú hefur hún gerst sek um brot, sem í öllum grannríkjum okkar yrði til þess, að ráðherra segði af sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband