12.5.2010 | 13:23
Tvær rímþrautir
Víst er byljótt. Hér er hann
Halldór Kiljan Laxness,
síst má dylja mætan mann,
meistara Vilhjálm pax, þess.
Vilhjálmur var í Reykjavík þeirrar tíðar stundum kallaður Villi pax, því að hann lauk ræðum síðan jafnan á orðunum Í Guðs friði. Tómas sagði raunar um hann, að honum væri sýnt um hinar ólíkustu skoðanir og gerði ekki nauðsynlega upp á milli þeirra.
Á dögunum rakst ég á aðra rímþraut. Hvað rímar á móti orðunum Boðn og Hveðn? Verkefnið er að botna vísuhelminginn:
Seint mun þverra Són og Boðn,
seint munu Danir vinna Hveðn.
Són og Boðn voru sem kunnugt er kerin með skáldamiðinum ásanna, og Hveðn er eyja í Eyrarsundi, sem Svíar telja sig eiga. Sveinbjörn Egilsson leysti þessa rímþraut svo á nítjándu öld með botninum:
Fyrr mun laxinn flýja úr Goðn,
og Finnum öllum sneiðast héðn.
Goðn er eyjan Gudenå á Jótlandi. En hvað er héðn? Orðið héðinn merkir skinnfeldur, svo að sennilega hefur skáldið smíðað sjálft orðið héðn fyrir skinnfeldi (í fleirtölu). Þetta orð er hins vegar ekki til í ritmálssafni Orðabókar Háskóla Íslands. Merking síðasta vísuorðsins er því, að seint muni Finnar (sem við köllum nú Sama) hætta að geta veitt loðdýr, sem urmull er af á Norðurslóðum, og skorið feldi þeirra sér til fata.
Síðan hef ég rekist á aðra lausn þessarar rímþrautar, annan vísubotn, sem Karl Ísfeld setti saman um miðjan fjórða áratug:
Ekki minnkar Ásgeirs loðn,
olíublettir sjást á Héðn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.5.2010 kl. 03:04 | Facebook