Lækkar lánshæfismat?

Fluttar eru spekingslegar fréttir af því, að lánshæfismat íslenska ríkisins muni lækka, ef Icesave-samningarnir verði felldir í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn.

Ég skal engu spá um þetta sjálfur. En við örlitla umhugsun hljóta allir að sjá, að til langs tíma hlýtur lánshæfismat ríkisins að hækka við þetta, en ekki lækka.

Ástæðan er einföld: Ríkið skuldar minna og er þess vegna líklegra til að geta staðið í skilum.

Nú þegar segir vinstristjórnin, að okkur bjóðist betri kjör á lánunum, sem Bretar og Hollendingar þröngvuðu upp á okkur og við tókum aldrei af sjálfsdáðum, og megi meta þau til 70 milljarða.

Þetta merkir, að með þjóðaratkvæðagreiðslunni hafa erlendar skuldir Íslendinga að minnsta kosti verið lækkaðar um 70 milljarða króna.

Ef betri samningar nást við Breta og Hollendinga, þá minnka skuldirnar enn. Þá hlýtur lánshæfismatið að hækka, ef matsfyrirtækin eru vanda sínum vaxin, — sem er síðan annað mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband