Höldum ró okkar

ossur_skarphedinsson_965145.jpgMjög er miður, að einhverjir hafa laumað minnisblöðum íslensku samningamannanna í Icesave-málinu á Netið. Raunar hafa ráðherrar og embættismenn líka verið allt of lausmálir opinberlega. Viðsemjendur okkar erlendis verða að geta treyst því, að þeir séu ekki að tala beint í fjölmiðla, heldur við fulltrúa þjóðarinnar.

En að tveimur aðalfréttum dagsins: Nú segja erlend matsfyrirtæki, að lánshæfismat Íslands muni lækka. Og Hollendingar sjá ekki ástæðu til frekari samningaviðræðna.

Hvorug fréttin á að raska ró okkar. Bretar og Hollendingar reyna að fá okkur til að greiða skuld, sem við stofnuðum ekki til og eigum ekki að greiða. Ef þeir vilja ekki við okkur tala, þá eru það góðar fréttir. Þá hefur látunum linnt, að minnsta kosti í bili.

Lánshæfismat Íslands lækkar eflaust til skamms tíma, vegna þess að deilan við Breta og Hollendinga er óleyst. En það hækkar til langs tíma, ef við komumst hjá því að greiða þessa skuld (sem enginn veit að vísu, hversu há er), því að þá skuldum við minna en ella og erum þess vegna lánshæfari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband