Hvađ stendur eftir?

Undanfarna daga hef ég skipst á veftímaritinu Pressunni á skeytum viđ Hrein Loftsson, útgefanda DV og fyrrverandi vin og samverkamann okkar Davíđs Oddssonar. Jafnframt hefur Stefán Ólafsson prófessor látiđ ljós sitt skína af sérstöku tilefni. Hvađ stendur eftir?
  • Hreinn Loftsson hóf ţessa deilu ótilkvaddur međ ţví ađ skrifa inn á Netiđ um miđja nótt fáránlegan uppspuna um samskipti okkar Davíđs Oddssonar vegna heimsóknar Kínaforseta til Íslands sumariđ 2002. Ég hef rakiđ, hvađ ţar gerđist í raun og veru. Hreinn sagđi vísvitandi ósatt um ţađ mál, sem var raunar algert smámál.
  • Hinn fáránlegi uppspuni Hreins um samskipti okkar Davíđs ţjónađi ţeim tilgangi, sem Hreinn hefur ásamt húsbćndum sínum, Baugsfeđgum, unniđ ađ í mörg ár, og hann er ađ sannfćra ţjóđina um, ađ Davíđ sé duttlungafullur harđstjóri, sem hreki vini sína frá sér međ ofstopa og sigi lögreglunni á óvini sína. Hreinn og Baugsfeđgar geta ekki horfst í augu viđ sannleikann um sjálfa sig: Hreinn gekk til liđs viđ Baugsfeđga vegna skefjalausrar fégirndar, en Baugsfeđgum varđ stórlega á í viđskiptum, enda fékk Jón Ásgeir dóm fyrir efnahagsbrot, og ţótti sá dómur ţó ótrúlega mildur.
  • Ég hef minnt á, ađ Hreinn notar DV í herferđ sinni gegn Davíđ og „náhirđ“ hans (eins og hann uppnefnir okkur fyrrverandi samverkamenn sína, Björn Bjarnason, Gunnlaug Sćvar Gunnlaugsson og Kjartan Gunnarsson). Sigurjón M. Egilsson, fyrrverandi ritstjóri DV, hefur stađfest viđ mig, ađ Hreinn hafi mikil afskipti af ritstjórn blađsins og skrifi margt nafnlaust ţar, og kveđst Sigurjón raunar eiga mörg tölvuskeyti ţví til stađfestingar.
  • Ég hef rifjađ upp (og Hreinn ekki mótmćlt) ţví, ađ Hreinn kvađst geta gert mig ríkan mann, ef ég legđi smárćđi međ ţeim Baugsfeđgum í kaupin á Arcadia áriđ 2002. Ţeir feđgar töldu Davíđ Oddsson einu hindrunina, sem stćđi í vegi fyrir ţví, ađ ţeir gćtu látiđ greipar sópa um íslensku bankana (eins og ţeim tókst síđar međ alkunnum afleiđingum, ţegar Davíđ var hćttur ţátttöku í stjórnmálum). Eflaust hafa ţeir viljađ, ađ ég hefđi einhver áhrif á Davíđ í ţessu efni.
  • Hreinn taldi sig geta komiđ höggi á mig međ ţví ađ skýra frá ţví, ađ ég sendi honum ţrjú tölvuskeyti í júlí og ágúst 2008. Hann virđist ađ vísu vitna í ţessi skeyti mín eftir minni, en ekki hafa ţau tiltćk, ţví ađ hann fer ónákvćmlega međ sumt úr ţeim: Ég bađ hann til dćmis ekki ađ skrifa rektor bréf, og ţví síđur gerđi ég ţađ í nafni gamallar vináttu okkar.
  • Í ţessum tölvuskeytum tók ég hins vegar undir ţađ, sem Hreinn hafđi skrifađ í DV (undir nafni Reynis Traustasonar) 18. júlí 2008, ađ Stefán Ólafsson hefđi gerst sekur um alvarlegan trúnađarbrest, ţegar hann skýrđi ritstjórum Morgunblađsins 8. maí 1996 (samkvćmt dagbók Matthíasar Johannessen) frá niđurstöđum skođanakönnunar, sem félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hafđi gert fyrir einn vin Davíđs Oddssonar. Ţá var Stefán forstöđumađur félagsvísindastofnunar.
  • Ţessi vinur Davíđs var Hreinn Loftsson, svo ađ honum var máliđ skylt. Mér fannst framkoma Stefáns vítaverđ. Hreinn svarađi mér ţví til í tölvuskeyti 21. júlí, ađ hann vćri sammála mér um Stefán, en teldi ekki rétt ađ halda málinu áfram. Ég komst á sömu skođun eftir nokkra umhugsun, ađallega af tillitssemi viđ samkennara mína í félagsvísindadeild.
  • Af einhverjum ástćđum segir Stefán Ólafsson ekki orđ um ţetta alvarlega trúnađarbrot sitt í viđtali viđ Pressuna. Ţađ er síđan rangt, sem hann segir ţar, ađ ég hafi hótađ honum einhverju á kaffistofu félagsvísindadeildar í Odda. Mér finnst ótrúlegt, hvernig hann vitnar í tveggja manna tal og fer rangt međ. Ég gćti rakiđ hér, hvađ Stefán hefur sagt viđ mig á sömu kaffistofu, og er ţađ ekki allt honum til sóma, en mér dettur ekki í hug ađ kveinka mér undan tali hans og síst opinberlega.
  • Ţađ er líka ósatt, sem Stefán Ólafsson segir í Pressunni, ađ ég hafi sent einhverja menn á fund rektors til ađ kvarta undan honum. Ég hef hins vegar eins og margir ađrir haft af ţví spurnir, ađ ţrír af virtustu prófessorum Háskólans hafi gengiđ á fund Páls Skúlasonar rektors, vćntanlega haustiđ 2003, og látiđ í ljós áhyggjur af ţví, hvernig Stefán misnotađi svokallađ Borgarfrćđasetur, sem hann veitti ţá forstöđu, í áróđri sínum fyrir Samfylkinguna. Sú heimsókn var ekki undan mínum rifjum runnin, ţótt ég telji fullt tilefni hafa veriđ til hennar, sé rétt frá hermt.
(Nú hefur Hreinn Loftsson birt ţessi skeyti í blađi sínu, DV, og sést ţar, ađ ég fór rétt međ efni ţeirra og hann rangt (ţrátt fyrir villandi lestrarleiđbeiningar blađsins). Ég spurđi hann, hvort hann ćtlađi ađ kćra Stefán til siđanefndar háskólans, en bađ hann ekki um ađ kćra hann til rektors. Ţví síđur bađ ég hann um ađ gera eitthvađ í nafni gamallar vináttu, heldur rifjađi ađeins upp, ađ ég hefđi á sínum tíma, ţegar viđ vorum vinir og samverkamenn, mćlt međ Stefáni til ađ gera skođanakannanir.)

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband