Þjóðaratkvæðagreiðslan nauðsynleg

Þótt Bretar og Hollendingar láti furðulíklega um þessar mundir, munu þeir ekki setjast í alvöru að samningaborði við Íslendinga, fyrr en þeir sannfærast um það við þjóðaratkvæðagreiðsluna 6. mars, að þjóðin sættir sig ekki við að greiða skuldir óreiðumanna.

Gallinn er sá, að Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir gerðu þá samninga, sem líklega verða felldir í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Ef betri samningar nást, þá er ljóst, að þau tvö léku stórlega af sér í samningaviðræðunum við Breta og Hollendinga á síðasta ári.

Þess vegna á stjórnarandstaðan að krefjast þess, að málið verði tekið úr höndum þeirra. Ef Íslendingar eiga að koma fram sameinaðir út á við, þá er ekki skynsamlegt, að það fólk hafi forystu í málinu, sem hefur beinlínis hag af því sjálft, að betri samningar náist ekki.

Miklu varðar einnig fyrir þjóðina, að samningarnir verði felldir með sem mestum atkvæðamun. Allt annað styrkir vígstöðu Breta og Hollendinga. Þjóðaratkvæðagreiðslan er nauðsynleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband