Hvað segja Jón og Gauti?

gauti_eggertsson_960876.jpg

Tveir ungir og hrokafullir hagfræðingar, sem vilja koma sér í mjúkinn hjá núverandi stjórnvöldum, reyndu á öndverðum vetri að beina athygli frá Icesave-skuldinni, sem stjórnvöld höfðu samið yfir Íslendinga, og að hinu mikla tapi Seðlabankans á útlánum til viðskiptabankanna í aðdraganda hrunsins. Töldu þeir Seðlabankann hafa tekið verri veð en völ hefði verið á, enda hefði helsti ráðamaður bankans ekki hagfræðipróf eins og þeir.

jonsteinsson_960877.jpgÞessir miklu prófskírteinamenn hirtu lítt um að geta þess, að reglur Seðlabankans um slík útlán voru hinar sömu eða ívið strangari en reglur Evrópska seðlabankans og að vitaskuld hlutu kröfur Seðlabankans á viðskiptabankana að falla stórkostlega í verði við neyðarlögin svonefndu í október 2008, en samkvæmt þeim fengu kröfur innstæðueigenda algeran forgang (og var það gert til að koma í veg fyrir áhlaup þeirra á bankana, sem hefði riðið hinum íslenska hluta þeirra að fullu).

Þessir tveir ungu hagfræðingar heita Jón Steinsson og Gauti B. Eggertsson. Jón vann sér það helst til frægðar fyrir bankahrun að segja, að engar áhyggjur þyrfti að hafa af bönkunum. Hann lagði jafnvel til, að Seðlabankinn rýmkaði reglur sínar um veðhæfar eignir í endurhverfum viðskiptum við sig! Gauti sagði eftir hrun, að Seðlabankinn hefði átt að taka veð í innlánum bankanna! (Þegar á þessa rökleysu var bent, breytti hann þessu þegjandi og hljóðalaust á bloggsíðu sinni í útlán.)

Í Morgunblaðinu í gær, 12. febrúar 2010, er fróðleg frétt um það, að fram á mitt sumar 2008 veitti Evrópski seðlabankinn íslensku viðskiptabönkunum lán, sem samtals námu um 880 milljörðum króna. Þótt eftir þetta hætti bankinn þessum lánveitingum, enda ekki á honum lagaskylda til að reyna að verja íslensku bankana falli eins og á Seðlabankanum, er talið, að tap hans af þessu verði verulegt.

Munu þeir Jón og Gauti nú ekki skrifa drjúgir í bragði greinar um það, að próflausir aular hljóti að hafa stjórnað Evrópska seðlabankanum? Eða Englandsbanka, sem notaði 1.700 þúsund milljarða íslenskra króna til að verja breska banka falli og hefur eflaust tapað talsverðum hluta af því fé?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband