Vofa kommúnismans

6a00d834b6c13569e2010535b8db66970c-800wi.jpgSem kunnugt er, voru tvö helstu stefnumál núverandi vinstristjórnar í skattamálum 1) að hækka skatta og gera þá stighækkandi (fjölþrepa) og 2) að taka upp auðlinda- og umhverfisskatta.

Að baki síðarnefnda stefnumálinu er sú hugmynd, að gera eigi auðlindarentu upptæka, enda sé hún ekki sköpuð af mönnum, heldur náttúrunni sjálfri.

Þessi stefnumál eru bæði ættuð úr Kommúnistaávarpinu eftir þá Karl Marx og Friðrik Engels frá 1848, en Hið íslenska bókmenntafélag gaf það aftur út á dögunum í gamalli, en góðri þýðingu Sverris Kristjánssonar sagnfræðings.

Eftir að þeir Marx og Engels höfðu í ávarpinu farið hraðferð um söguna og afgreitt andstæðinga sína í röðum sósíalista með mælskubrögðum, töldu þeir upp þær ráðstafanir, sem kommúnistar þyrftu fyrst að gera eftir valdatöku sína.

Fyrsta ráðstöfunin var: „Eignarnám á lóðum og lendum, en jarðrentan falli til þarfa ríkisins.“ Hér þarf aðeins að breyta smáræði: „Eignarnám á kvótum, en sjávarrentan falli til þarfa ríkisins.“

Önnur ráðstöfunin var: „Háir og stighækkandi skattar.“

Vofa kommúnismans gengur greinilega enn ljósum logum á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband