Aðstoðarmaður gegnir ekki upplýsingaskyldu

Erlendir fjölmiðlar hafa flutt miklu fleiri og rækilegri fréttir af Himalajajöklahneykslinu svonefnda en íslenskir, þótt forseti Íslands og aðstoðarmaður utanríkisráðherra séu báðir flæktir í það: Spá í nýjustu skýrslu Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna um, að jöklar í Himalajafjöllum myndu hverfa fyrir 2035, reyndist ekki á vísindalegum rökum reist.
 
crop_260x_956183.jpgÞessa spá hafði núverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Kristján Guy Burgess, sem þá rak fyrirtækið Global Center, hins vegar hagnýtt sér með fulltingi forsetaembættisins og formanns Loftslagsnefndarinnar til að útvega röskra 60 milljón króna styrk til rannsókna á málinu frá Carnegie-stofnuninni, og skyldi sá styrkur renna til fyrirtækisins TERI, sem formaður Loftslagsnefndarinnar rak.

Vefmiðillinn Eyjan.is beindi fimm spurningum til Kristjáns Guys Burgess um þetta í tölvupósti, eftir að ekki hafði tekist að ná í hann í síma:

  1. Hver nákvæmlega er/var aðkoma Global Center að málefnum TERI? Talað er um að fé hafi farið milli aðila með milligöngu GC. Hversu margir aðilar styrktu eða sendu eða hyggjast senda TERI fé gegnum stofnun þína? Hver er/var heildarupphæðin og hver er/var hlutur GC af þeim upphæðum?
  2. Sá Global Center um að afla þessara fjármuna fyrir hönd TERI? Með hvaða hætti þá?
  3. Hvaða sérfræðiþekkingu býr Global Center yfir vegna fjármálaþjónustu annars vegar og loftslagsmála hins vegar?
  4. Vitað er að mörg viðskiptasambönd Global Center urðu til fyrir tilstilli forseta Íslands. Kom hann að þessu ákveðna máli og þá með hvaða hætti?
  5. Hefur þú í embætti aðstoðarmanns utanríkisráðherra nýtt þér þá stöðu til að koma stofnun þinni á framfæri erlendis?

Kristján Guy svaraði þessum spurningum ekki í tölvuskeyti, heldur sagði þar aðeins: „Ég hef ekki komið að þessu alþjóðlega vísindaverkefni frá því ég varð aðstoðarmaður ráðherra fyrir ári [í febrúar 2009]. Styrkfénu er óráðstafað og er enn varðveitt hjá Carnegie-stofnuninni. Ekkert hefur verið greitt til Teri.“

Hvers vegna svaraði Kristján Guy ekki spurningunum? Hefur hann eitthvað að fela? Hvílir ekki á honum eðlileg upplýsingaskylda? Var það ekki yfirlýst stefna þessarar ríkisstjórnar að auka gagnsæi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband