Áhrínsorð

Þegar ég horfi á Steingrím J. Sigfússon og Jóhönnu Sigurðardóttur, sem eiga að heita ráðamenn þjóðarinnar, en eru ráðalaus, detta mér í hug vísuorð, sem fleyg urðu forðum. Kunnur úrsmiður á Akureyri, Sigmundur Sigurðsson, orti sumarið 1924, en þá létu íslenskir kommúnistar undir forystu Einars Olgeirssonar fyrst í sér heyra á þeim slóðum:

Upp er skorið, engu sáð,
allt er í varga ginum.
Þeir, sem aldrei þekktu ráð,
þeir eiga að bjarga hinum.

(Vísan er stundum ranglega kennd Agli Jónassyni á Húsavík eða Friðrik Jónssyni pósti á Helgustöðum, en Páll J. Árdal feðrar hana í athugasemd í Degi haustið 1924.)

Þessi vísuorð hafa svo sannarlega orðið að áhrínsorðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband