Þeirra eigin orð

n82955606424_2614602_5997.jpgLítil bók, en afar fróðleg, kom út fyrir jólin, Þeirra eigin orð í samantekt Óla Björns Kárasonar blaðamanns. Þar hefur Óli Björn tekið saman ummæli ýmissa manna síðustu árin fyrir hrun og í því sjálfu. Rifjast þá margt upp:
  • Samfylkingin barðist harðast flokka fyrir hagsmunum auðjöfranna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir taldi vænlegast í baráttunni fyrir kosningarnar 2003 að halda Borgarnesræðuna illræmdu 9. febrúar 2003, og eru birtir kaflar úr henni í bókinni. Þar efaðist hún um, að lögreglan starfaði af heilindum að rannsókn á auðjöfrum; hún gengi ef til vill of hart fram til að þóknast Davíð Oddssyni forsætisráðherra.
  • Samfylkingin (eða að minnsta kosti einstakir þingmenn hennar, til dæmis Sighvatur Björgvinsson, Ágúst Einarsson og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir) gerðu 1999 hróp að Davíð Oddssyni forsætisráðherra fyrir hugmynd hans um dreifða eignaraðild að bönkum. Hann vildi að sögn þeirra aðeins koma í veg fyrir, að rangir menn keyptu bankana. Eru ummæli Samfylkingarfólksins hin athyglisverðustu.
  • Ólafur Ragnar Grímsson hafði sem þingmaður 13. febrúar 1995 sérstaklega beðið um löggjöf til tryggingar dreifðu eignarhaldi á fjölmiðlum, eins og fram kemur í bókinni. Sami maður synjaði sumarið 2004 lögum, sem miðuðu að slíku dreifðu eignarhaldi, staðfestingar, enda var hann þá kominn í tengsl við helstu auðjöfra landsins.
  • Ræður Ólafs Ragnars til stuðnings útrásinni eru svo ótrúlegar, skrifaðar í svo fáránlegum ungmennafélagsstíl, að stundum heldur lesandinn, að um skopstælingar sé að ræða. Ég velti fyrir mér, hvað Þórbergur hefði sagt um stíl Ólafs Ragnars.
  • Ein furðulegustu ummælin, sem höfð eru eftir í Þeirra eigin orð, eru í eins konar opnu bréfi til annars Baugsfeðga, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, í Morgunblaðinu 18. september 2006 frá einum starfsmanni hans, fréttamanninum Róbert Marshall, sem lýkur svo: „Kæri Jón, þú ræður þessu á endanum. Það vita allir. Taktu slaginn með okkur.“

Þegar ég skrifa þetta, hef ég aðeins lesið þriðjung þessarar litlu bókar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband