Hvađ er fasismi?

20.2 Mussolini and HitlerMér varđ hugsađ til ţess, ţegar ég las nýlega óvandađa ritgerđ ţeirra Ragnheiđar Kristjánsdóttur og Pontusar Järvstads um andfasisma á Íslandi í enskri bók, ađ brýnt var fyrir mér í heimspekinámi endur fyrir löngu ađ nota orđ nákvćmlega. Fasismi er eitt ţeirra orđa, sem nú er ađallega merkingarsnautt skammaryrđi, en ćtti ađ hafa um sögulegt fyrirbćri (sem kann auđvitađ ađ eiga sér einhverjar nútíma hliđstćđur).

Sjálfum finnst mér skilgreining bandaríska sagnfrćđingsins Stanleys Paynes á fasisma skýrust. Hann einkennist af ţrennu, segir Payne: andstöđu viđ frjálslyndisstefnu, íhaldsstefnu og kommúnisma; tilraun til ađ taka stjórn á öllum sviđum ţjóđlífsins og beina kröftum ađ ágengri utanríkisstefnu; rómantískri dýrkun á ofbeldi, karlmennsku, ćskufjöri og umfram allt öflugum leiđtogum, sem virkjađ gćtu fjöldann til samvirkrar framningar. Samkvćmt ţví voru Mússólíni og Hitler fasistar, ţótt nasismi Hitlers hefđi ađ auki ýmis ţýsk sérkenni (svo sem stćkt gyđingahatur). En langsóttara er ađ kalla Salazar í Portúgal, Franco á Spáni og Horthy í Ungverjalandi fasista, ţótt vissulega styddust ţeir allir viđ fasískar hreyfingar. Ţeir voru frekar afturhalds- eđa kyrrstöđumenn, en fasismi er í eđli sínu umrótsstefna.

Payne bendir á, ađ fasismi á ýmislegt sameiginlegt međ kommúnisma, ţótt hann sé myndađur í andstöđu viđ hann. Ţađ er greinilegt ćttarmót međ ţessum tveimur alrćđisstefnum, enda hafđi Mússólíni veriđ hefđbundinn sósíalisti, áđur en hann hafnađi alţjóđahyggju og varđ ţjóđernissinni. Hiđ sama er ađ segja um fasistaleiđtogana Mosley í Bretlandi, Doriot í Frakklandi og Flyg í Svíţjóđ. Hitler kallađi sig beinlínis sósíalista, ţjóđernissósíalista.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 3. júlí 2021.)


Bloggfćrslur 4. júlí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband