Rawls og Piketty (4)

Tveir kunnustu hugsuđir nútímajafnađarstefnu eru bandaríski heimspekingurinn John Rawls og franski hagfrćđingurinn Thomas Piketty. Rawls heldur ţví fram, ađ á stofnţingi stjórnmálanna muni skynsamir menn međ eigin hag ađ leiđarljósi, en án vitneskju um eigin stöđu og möguleika síđar meir, setja ţá frumreglu, ađ tekjudreifingin skuli vera jöfn, nema tekjumunur stuđli ađ bćttum kjörum hinna verst settu.

Ég hygg, ađ Rawls takist ekki ţađ ćtlunarverk sitt ađ réttlćta endurdreifingu tekna. Ţađ breytir ţví ekki, ađ vissulega má spyrja: Viđ hvers konar skipulag er hagur hinna verst settu líklegur til ađ verđa sem bestur?

Til ađ svara ţeirri spurningu má skođa hina alţjóđlegu vísitölu atvinnufrelsis, sem Fraser-stofnunin í Kanada mćlir á hverju ári međ ađstođ valinkunnra sérfrćđinga. Í mćlingunni 2018 var stuđst viđ tölur frá 2016. Mćlt var atvinnufrelsi í 123 löndum. Hagkerfi Hong Kong, Singapúr, Nýja Sjálands, Sviss og Írlands reyndust hin frjálsustu í heimi, en ófrjálsust voru hagkerfi Venesúela, Líbíu, Argentínu, Alsírs og Sýrlands (en áreiđanlegar tölur eru ekki til um hagkerfi Kúbu og Norđur-Kóreu). Ef hagkerfum heims var skipt í fjóra hluta, ţá kom í ljós sterk fylgni milli góđra lífskjara og víđtćks atvinnufrelsis. Međaltekjur á mann í frjálsasta fjórđungnum voru $40.376, en í hinum ófrjálsasta $5.649 (í Bandaríkjadölum ársins 2011). Í frjálsustu hagkerfunum voru lífslíkur enn fremur lengri, heilsa betri og fátćkt minni en í hinum fjórđungunum.

Rawls hefur ţó mestan áhuga á hinum verst settu. Ţar eru tölurnar líka afdráttarlausar. Međaltekjur á mann í 10% tekjulćgsta hópnum í frjálsasta fjórđungnum voru $10.660, en $1.345 í ófrjálsasta fjórđungnum. Međ öđrum orđum voru kjör hinna tekjulćgstu í frjálsasta fjórđungnum ($10.660) nćr tvöfalt betri en međaltekjur í ófrjálsasta fjórđungnum ($5.649). Fátćklingur í frjálsu hagkerfi lifir miklu betra lífi en međalmađur í ófrjálsu hagkerfi. Niđurstađan er ótvírćđ: Jafnvel ţótt viđ myndum samţykkja ţá reglu Rawls, ađ ójöfn tekjudreifing réttlćttist af ţví einu, ađ hagur hinna verst settu yrđi viđ hana betri en ella, krefst reynslan ţess, ađ viđ myndum velja frjálst hagkerfi, samkeppni og séreign.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 9. mars 2019.)


Bloggfćrslur 9. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband