Rawls og Piketty (3)

Tveir kunnustu hugsuđir nútíma jafnađarstefnu eru bandaríski heimspekingurinn John Rawls og franski hagfrćđingurinn Thomas Piketty. Rawls heldur ţví fram, ađ á stofnţingi stjórnmálanna muni skynsamir menn međ eigin hag ađ leiđarljósi, en án vitneskju um eigin stöđu og möguleika síđar meir (svo sem um áskapađa hćfileika sína, stétt eđa kyn), setja tvćr réttlćtisreglur, um jafnt og fullt frelsi allra borgaranna og um jöfnuđ lífsgćđa, nema ţví ađeins ađ tekjumunurinn stuđli ađ bćttum kjörum hinna verst settu. Samkvćmt seinni reglunni eru tekjujöfnun sett efri mörk. Hún má ekki ganga svo langt, ađ kjör hinna verst settu versni, eins og kynni ađ gerast, vćru skattar svo háir, ađ hátekjumenn hćttu ađ skapa veruleg verđmćti.

En hvađ er óréttlátt viđ ójafna tekjudreifingu, ef menn eru fjár síns ráđandi? Setjum svo, ađ á Íslandi hafi komist á tekjudreifing D1, sem ţeir Rawls, Piketty og hinn íslenski lćrisveinn ţeirra Stefán Ólafsson telji réttláta. Nú komi gáfnaljósiđ og mćlskusnillingurinn Milton Friedman til landsins, haldi fyrirlestur um atvinnufrelsi og selji inn á hann. 500 manns flykkist á fyrirlesturinn og greiđi hver um sig 10.000 krónur í ađgangseyri. Nú hefur tekjudreifingin breyst í D2, sem er ójafnari en D1. Friedman er 5 milljónum krónum ríkari og 500 manns hver um sig 10.000 krónum fátćkari. Hvar er ranglćtiđ? Var einhver misrétti beittur? Ef til vill gramdist Stefáni, ađ fleiri sóttu fyrirlestur Friedmans en hans og voru reiđubúnir ađ greiđa hćrra verđ fyrir, á sama hátt og Salieri gat ekki á heilum sér tekiđ vegna Mozarts í kvikmyndinni Amadeus. En fćstir hafa samúđ međ slíku sjónarmiđi. Viđ ţökkum flest fyrir snillinga í stađ ţess ađ kvarta undan, ađ ţeir skyggi á undirmálsfólk.

Í ţessari röksemd gegn kenningu Rawls notar bandaríski heimspekingurinn Robert Nozick dćmi af körfuknattleikskappanum Wilt Chamberlain, og löngu áđur hafđi landi hans, rithöfundurinn William Buckley, nefnt kylfuknattleiksmanninn Joe DiMaggio í ţessu sambandi. Í endursögn sinni á röksemd Nozicks notar Ţorsteinn Gylfason stórsöngvarann Garđar Hólm úr skáldsögu Laxness. En ađalatriđiđ er hiđ sama í öllum dćmunum: Á frjálsum markađi er tekjudreifing samkvćmt vali. Menn fá til sín í hlutfalli viđ ţađ, hversu margir velja ţá, og ţeir láta frá sér í hlutfalli viđ ţađ, hverja ţeir velja sjálfir. Hátekjumađurinn er valinn af mörgum, lágtekjumađurinn af fáum.

Rawls og ađrir vinstrisinnar keppast viđ ađ skipta ímynduđum kökum í sneiđar inni í bergmálsklefum háskóla. En úti í mannlífinu verđur ekki gengiđ ađ neinum kökum vísum, nema bakaríin séu í fullum gangi, og ţađ verđa ţau ekki, nema bakararnir fái umbun verka sinna. Jói Fel hefur efnast á ţví ađ eignast marga viđskiptavini, og ţađ gerist ekki af sjálfu sér.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 2. mars 2019.)


Bloggfćrslur 2. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband