Viđ múrinn

Berlínarmúrinn féll fyrir réttum ţrjátíu árum, en sigur Vesturveldanna í Kalda stríđinu var ekki síst ađ ţakka festu, framsýni og hyggindum ţeirra Ronalds Reagans og Margrétar Thatchers. Ţó var sagt fyrir um ţessi endalok löngu áđur í bók, sem kom út í Jena í Ţýskalandi 1922, Die Gemeinwirtschaft eftir Ludwig von Mises, en ţar rökstuddi hann, ađ kommúnismi gengi ekki upp. Ţess vegna yrđu kommúnistar ađ grípa til kúgunar.

Kúgunin fór ţó alveg fram hjá átta manna sendinefnd frá Íslandi á svokölluđu heimsmóti ćskunnar í Austur-Berlín í júlílok 1973. Formađur nefndarinnar var Ţorsteinn Vilhjálmsson eđlisfrćđingur, og í skýrslu hennar var ćskulýđssamtökum kommúnista ţakkađar „frábćrar móttökur og vel skipulagt mót“. Enn sagđi í skýrslu ţeirra Ţorsteins: „Ţjóđverjarnir, sem viđ hittum, voru yfirleitt tiltakanlega opnir, óţvingađir og hrokalausir.“

Auđvitađ voru öll slík samtöl ţaulskipulögđ og undir ströngu eftirliti. En á sama tíma voru fimm ungir lýđrćđissinnar staddir í Vestur-Berlín. Einn ţeirra var Davíđ Oddsson laganemi. Eftir ađ hann las skýrslu ţeirra Ţorsteins, skrifađi hann í Morgunblađiđ, ađ hann hefđi allt ađra sögu ađ segja úr stuttri heimsókn til Austur-Berlínar. Ţetta vćri lögregluríki, umkringt gaddavírsgirđingu og múr.

Tveir ungir Íslendingar viđ múrinn: annar klappađi svo kröftuglega uppi í salnum fyrir gestgjöfum sínum, ađ kvalastunurnar niđri í kjöllurum leynilögreglunnar drukknuđu í hávađa; hinn lagđi viđ hlustir og heyrđi hjartsláttinn í fangaklefunum.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 9. nóvember 2019.)


Bloggfćrslur 9. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband