18.7.2015 | 23:49
Dularfulli ræðismaðurinn
Á meðan Ísland var á bresku valdsvæði 18071941, vildu Bretar ekki stjórna landinu beint, nema sérstaklega stæði á. Þetta kom í ljós í Norðurálfuófriðnum mikla 19141918. Strax 12. september 1914 var breskur ræðismaður kominn til Reykjavíkur, Eric Grant Cable. Hann fæddist 1887 og hafði verið í bresku utanríkisþjónustunni frá 1904, í Helsinki, Hamborg og Rotterdam. Aðspurður kvaðst hann vera hingað kominn, því að svo marga starfsmenn utanríkisþjónustunnar vantaði verkefni, eftir að stríð skall á og þeir urðu að fara frá óvinaríkjum. Þetta þótti yfirmönnum hans í Lundúnum snjallt svar, en Cable var í raun sendur hingað að ósk breska flotans til að fylgjast með ferðum þýskra óvinaskipa í Norðurhöfum og hugsanlegum umsvifum Þjóðverja á landinu.
Cable settist strax í íslenskutíma hjá Einari H. Kvaran rithöfundi og talaði málið reiprennandi eftir nokkra mánuði. Hann komst fljótt að því, að Íslendingar væru hlynntir Bretum og samstarfsfúsir. Hann fékk til dæmis Íslending til að laumast um borð í þýskt skip og lýsa öllum búnaði fyrir sér. Einnig fékk hann starfsmann loftskeytastöðvarinnar til að afhenda sér skeyti milli þýska kjörræðismannsins í Reykjavík og Þýskalands. En eftir 1915 var aðalverkefni Cables að reyna að koma í veg fyrir, að íslenskar afurðir bærust til Þýskalands um Danmörku. Greip hann til ýmissa ráða í því skyni, eins og Sólrún B. Jensdóttir lýsir í fróðlegu riti um þessi ár. Cable lét einnig reka nokkra opinbera starfsmenn, sem taldir voru Þjóðverjahollir. Hótaði hann ella að stöðva kolasölu til landsins. Cable ritskoðaði enn fremur loftskeyti og millilandapóst.
Cable var vinsæll á Íslandi, þótt hann þætti harður í horn að taka. Hann hvarf héðan 1919 og gegndi síðan víða störfum. Á meðan Cable var ræðismaður í Kaupmannahöfn, 19331939, kom hann oft til Íslands og endurnýjaði samband við vini og kunningja. Eftir það varð hann ræðismaður í Köln og Rotterdam um skamma hríð, en síðast í Zürich 19421947. Í Sviss tók hann þátt í leynilegum viðræðum við þýska áhrifamenn, sem vildu binda enda á stríðið, þótt ekkert yrði úr. Hefur talsvert verið um það skrifað. Sá grunur lék á, að Cable ynni fyrir bresku leyniþjónustuna, MI6. Hann lést 1970.
(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 11. júlí 2015.)
18.7.2015 | 19:39
Umsögn Conrads Blacks
Fróðlegt er að lesa umsögn hins kunna (að sumra sögn alræmda) rithöfundar Conrads Blacks, sem var blaðaútgefandi áður fyrr, um bók, sem ég skrifaði í og kom út fyrir ári, Understanding the Crash. Black segir í tímaritinu New Criterion um framlag mitt:
Hannes Gissurarson gives a fascinating picture of the economic rise and fall and resurrection of Iceland, and shows that its own mistakes were aggravated by the Federal Reserves suddenly ceasing to allow currency exchanges into dollars, and by the British governments invoking completely misapplied anti-terrorist rules against Icelandic banks operating in the U.K. There is no doubt that the reckless antics of these two great powers, normally friendly to Iceland, caused a terrible escalation in the countrys problems, but after a brief flirtation with the regulatory left, it has bounced back very well. He concludes with Thucydides that the strong do what they can and the weak suffer what they must.
18.7.2015 | 11:41
Bjarni bætir kjör almennings
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðar afnám allra tolla (nema á landbúnaðarafurðir, sem Íslendingar framleiða sjálfir). Þetta er stórfrétt og góð frétt. Lækkun skatta er besta kjarabótin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook