Ritaskrá mín fyrir 2013

Ég tók fyrir skömmu saman ritaskrá mína fyrir 2013 vegna rannsóknaskýrslu, sem við háskólakennarar verðum að gera árlega. Ég er alls ekki eins duglegur að birta ritrýndar ritgerðir á ensku og sumir samkennarar mínir, en fyrir þá fá háskólakennarar flest stig. Ég hef frekar sinnt alþýðlegum fróðleik, fræðum á mannamáli að fyrirmynd þeirra Sigurðar Nordals og Ágústs H. Bjarnasonar, og vona, að mér fyrirgefist það í þeim skóla, sem stofnaður var á hundrað ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Veruleg orka fór líka á það hjá mér — ólíkt sumum samkennurum mínum — að útskýra hinn íslenska málstað fyrir útlendingum, og hefði Jóni forseta ekki mislíkað það. Ég ætla hins vegar vissulega að skrifa meira af ritrýndum ritgerðum á ensku næstu árin. Hefur ein þegar birst á þessu ári, í Cambridge Journal of Economics, og önnur er væntanleg bráðlega, í The Hungarian Review. Hér er ritaskráin með hlekkjum á Netið, og geta lesendur þá dæmt sjálfir um gæði og magn.

RITGERÐIR Á ENSKU OG ÍSLENSKU:

Explanations of the Icelandic Bank Collapse. Þjóðarspegillinn 2103. Rannsóknir í félagsvísindum XIV, netútgáfa.

Frjálshyggjan, kreppan og kapítalisminn. Þjóðmál, 1. hefti 9. árg. 2013, bls. 10–28.

Eyjar í álögum. Söguleg ferð til Galápagos-eyja sumarið 2013. Þjóðmál, 3. hefti 9. árg. 2013, bls. 61–83.

GREINAR Á ENSKU:

The Case for Sustainable Whaling. Grapevine, 8. hefti 2013, bls. 10.

Five Years On: What Happened? What Did We Learn? Grapevine, 15. hefti 2013, bls. 16.

Iceland’s Electoral Rebuke. Wall Street Journal 23. maí 2013.

RITDÓMAR:

Ástarsaga Íslendinga að fornu eftir Gunnar Karlsson.

Efst á baugi eftir Björgvin Guðmundsson.

ERINDI:

Reykjavík 13. febrúar.

Reykjavík 19. febrúar. Sjónvarpsfrétt á vefsíðu Viðskiptablaðsins hér. Sjónvarpsviðtal á ÍNN á Youtube hér.

Seltjarnarnesi 10. mars.

Porto Alegre 9. apríl. Upptaka á Youtube hér.

Bifröst 3. maí. Sjónvarpsviðtal á RÚV á Youtube hér.

Vilnius 12. september

Vilnius 13. september.

Cambridge 22. september.

Reykjavík 7. október.

Reykjavík 14. október.

Reykjavík 25. október (1).

Reykjavík 25. október (2).

Stokkhólmi 29. október. Upptaka á Youtube hér.

Reykjavík 5. nóvember. Sjónvarpsviðtal á Youtube hér.

Haag 12. nóvember.

Budapest 14. nóvember.

GREINAR í Morgunblaðinu:

Arnór Hannibalsson. Minningarorð. Morgunblaðið 12. janúar 2013.

Árni Vilhjálmsson. Minningarorð. Morgunblaðið 15. mars 2013.

Elísabet Jóna Benediktsdóttir. Minningarorð. Morgunblaðið 28. júní 2013.

Alþingi ómerkir eina niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis. Morgunblaðið 3. ágúst 2013.

Nokkrar spurningar til Roberts Wades. Morgunblaðið 6. september 2013.

Bankahrunið og Háskólinn. Morgunblaðið 7. október 2013.

Hvað segja gögnin um bankahrunið? Morgunblaðið 25. október 2013.

FRÓÐLEIKSMOLAR í Morgunblaðinu:

Pólland. Morgunblaðið 5. janúar 2013.

Orðaskipti Rousseaus og Voltaires. Morgunblaðið 12. janúar 2013.

Sænsk áhrif. Morgunblaðið 19. janúar 2013.

Hvað varð um söfnunarféð? Morgunblaðið 26. janúar 2013.

Ellefta boðorðið. Morgunblaðið 2. febrúar 2013.

Ágirnd og sjálfselska. Morgunblaðið 9. febrúar 2013.

Alþýðuspeki um atvinnufrelsi. Morgunblaðið 16. febrúar 2013.

Bókarheiti úr Biblíunni — og þó. Morgunblaðið 23. febrúar 2013.

Kúgun, flekun og nauðgun. Morgunblaðið 2. mars 2013.

Rangfeðruð skammaskrif. Morgunblaðið 9. mars 2013.

Pétur Pétursson. Morgunblaðið 16. mars 2013.

Fjárhæli og andabú. Morgunblaðið 23. mars 2013.

Baráttudagar. Morgunblaðið 30. mars 2013. 24

Með eiturörvar í hjartastað. Morgunblaðið 6. apríl 2013.

Margrét Thatcher. Morgunblaðið 13. apríl 2013.

Sögur úr kosningum. Morgunblaðið 20. apríl 2013.

Stjórnarmyndanir. Morgunblaðið 4. maí 2013.

Vingjarnlegar móðganir. Morgunblaðið 11. maí 2013.

Að liðnum kosningum. Morgunblaðið 18. maí 2013.

Faðirvorið. Morgunblaðið 25. maí 2013.

Á Laugarvatni. Morgunblaðið 1. júní 2013.

Íslensk fyndni eða erlend? Morgunblaðið 8. júní 2013.

Gegn betri vitund. Morgunblaðið 15. júní 2013.

Sögulegir fundir. Morgunblaðið 22. júní 2013.

Fjölskyldurnar fjórtán. Morgunblaðið 29. júní 2013.

Íslenskur huldumaður á Galápagos-eyjum. Morgunblaðið 6. júlí 2013.

Foreldrar utan hjónabands. Morgunblaðið 13. júlí 2013.

Að liðnum skattadegi. Morgunblaðið 20. júlí 2013.

Hver var kolkrabbinn? Morgunblaðið 27. júlí 2013.

Verslunarmannahelgi. Morgunblaðið 3. ágúst 2013.

Huldumaðurinn fundinn. Morgunblaðið 10. ágúst 2013.

Þjóðsögur um bankahrunið (1). Morgunblaðið 17. ágúst 2013.

Þjóðsögur um bankahrunið (2). Morgunblaðið 24. ágúst 2013.

Þjóðsögur um bankahrunið (3). Morgunblaðið 31. ágúst 2013.

Þjóðsögur um bankahrunið (4). Morgunblaðið 7. september 2013.

Þjóðsögur um bankahrunið (5). Morgunblaðið 14. september 2013.

Þjóðsögur um bankahrunið (6). Morgunblaðið 21. september 2013.

Þjóðsögur um bankahrunið (7). Morgunblaðið 28. september 2013.

Þjóðsögur um bankahrunið (8). Morgunblaðið 5. október 2013.

Þjóðsögur um bankahrunið (9). Morgunblaðið 12. október 2013.

Þjóðsögur um bankahrunið (10). Morgunblaðið 19. október 2013.

Smáþjóðir og stórþjóðir. Morgunblaðið 26. október 2013.

Svíþjóð. Morgunblaðið 2. nóvember 2013.

Drýldni. Morgunblaðið 16. nóvember 2013.

Valtýr. Morgunblaðið 23. nóvember 2013.

Egill, Jónas og tilvitnanirnar. Morgunblaðið 30. nóvember 2013.

Nasistar, minningar og manngæska. Morgunblaðið 7. desember 2013.

Þau sögðu það aldrei. Morgunblaðið 14. desember 2013.

Fundirnir sem ekki voru haldnir. Morgunblaðið 21. desember 2013.

Þeim sást yfir. Morgunblaðið 28. desember 2013.

VIÐTÖL:

Hamingjan er uppgjör við lífið. Morgunblaðið 17. febrúar 2013.

Fólkið með einkaþoturnar sigraði. Viðskiptablaðið 16. febrúar 2013.

Thatcher var einörð, hagsýn og hyggin. Viðskiptablaðið 8. apríl 2013.

Forsíðuviðtal í Frjálsri verslun, 2. tbl. 2013.

Baugsmenn vildu reka Hannes. DV 6. október 2013.

Viðtal um afsökunarbeiðni Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur í Kastljósi 25. október 2013.

Viðtal um John F. Kennedy Bandaríkjaforseta í Speglinum 22. nóvember 2013.


Eru háskólakennarar í pólitískri krossferð?

Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands sýndi lofsvert frumkvæði með því að fá Stefán Ólafsson prófessor til framsögu á fundi 10. apríl 2014 um það, hvort háskólakennarar væru í pólitískri krossferð.

Stefán hefur verið forstöðumaður tveggja stofnana Háskólans, Félagsvísindastofnunar og Borgarfræðaseturs. Árið 1996 fengum við Hreinn Loftsson Félagsvísindastofnun til að gera í kyrrþey skoðanakönnun um, hvaða fylgi Davíð Oddsson gæti haft í komandi forsetakjöri. Það kom okkur mjög á óvart, þegar Matthías Johannessen ritstjóri birti löngu síðar á Netinu kafla úr dagbókum sínum, þar sem segir svo við 8. maí 1996: „Stefán Ólafsson félagsfræðingur sagði okkur Styrmi í morgun í trúnaði að nokkrir vinir Davíðs Oddssonar hefðu beðið Félagsvísindastofnun um að gera könnun á fylgi hans ef hann færi í forsetakjör.“ Rakti Stefán síðan niðurstöður könnunarinnar nákvæmlega fyrir ritstjórum Morgunblaðsins. Samkvæmt þeim vildu þá margir (eins og við Hreinn báðir), að Davíð yrði frekar áfram forsætisráðherra en að hann gæfi kost á sér í forsetaembættið.

Heimsókn Stefáns á ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðsins vorið 1996 verður að vísu frekar kennd við hvíslingar en krossferðir. En þegar leið að kosningum 2003, fór Stefán í sannkallaða krossferð. Þá var hann ekki lengur forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, heldur svokallaðs Borgarfræðaseturs, sem meiri hluti R-listans í Reykjavík kostaði af almannafé ásamt Háskólanum. Skömmu fyrir kosningarnar gaf Borgarfræðasetur út skýrslu um, að fátækt væri talsvert meiri á Íslandi en í grannríkjunum. Stefán skrifaði einnig um það blaðagrein. Leiðtogar Samfylkingarinnar fögnuðu skýrslu Borgarfræðaseturs og notuðu óspart í kosningabaráttunni, þótt ýmsir leyfðu sér að efast opinberlega um niðurstöðurnar. Í febrúarbyrjun 2007 birtist síðan yfirgripsmikil skýrsla hagstofu Evrópusambandsins um fátækt og tekjuskiptingu í Evrópulöndum, og var fátækt á Íslandi árin 2003–2004 samkvæmt henni einhver hin minnsta í álfunni. Fátæktartal Stefáns reyndist úr lausu lofti gripið.

Þegar leið að kosningum 2007, tók Stefán að skrifa í blöð og tala í útvarp um, að tekjuskipting á Íslandi væri að verða miklu ójafnari en annars staðar á Norðurlöndum. Notaði hann tölur frá 1995 til 2004 máli sínu til stuðnings og hafði stór orð um breytingar á íslenska velferðarríkinu. Leiðtogar Samfylkingarinnar fögnuðu skrifum Stefáns og vitnuðu iðulega í þau. Þegar áðurnefnd skýrsla hagstofu Evrópusambandsins birtist í febrúarbyrjun 2007, kom í ljós, að Stefán hafði notað rangar tölur í samanburði sínum. Í tölum um tekjur fyrir Ísland hafði hann reiknað með söluhagnaði af hlutabréfum, en honum var sleppt í tölum um tekjur fyrir aðrar þjóðir. Þegar sambærilegar tölur voru skoðaðar, kom í ljós, að tekjuskipting á Íslandi árið 2004 var síst ójafnari en annars staðar á Norðurlöndum. (Hún varð hins vegar talsvert ójafnari 2004–2008, eftir að klíkukapítalismi Baugs leysti af hólmi markaðskapítalismann, en þess má geta, að Stefán gagnrýndi Baugsmenn aldrei í valdatíð þeirra.)

Þegar Bretar ætluðu eftir bankahrun að neyða íslenskan almenning til að greiða skuldir, sem hann hafði ekki stofnað til, fór Stefán í þriðju krossferð sína og nú fyrir því að láta undan kröfum Breta. Á bloggi sínu 27. júní 2012 skrifaði hann til dæmis: „Það verður ljósara með hverjum degi sem líður að þjóðin var gróflega blekkt með málflutningi sumra andstæðinga samningaleiðarinnar í Icesave-málinu. Forsetinn gerði einnig alvarleg mistök þegar hann vísaði Icesave III (Buchheit-samningnum) í þjóðaratkvæðagreiðslu, á röngum forsendum og gegn mjög rúmum meirihluta á Alþingi.“ Hálfu ári síðar kvað EFTA-dómstóllinn upp úrskurð í málinu og staðfesti þá skoðun mína og margra annarra, þar á meðal þorra kjósenda, að íslenskur almenningur ætti ekki að greiða skuldir, sem hann hefði ekki stofnað til.

Ég kann síðan enga skýringu á dagbókarfærslu Össurar Skarphéðinssonar, þáverandi utanríkisráðherra, 8. október 2012, í nýútkominni bók: „Í hringingum til mín er línan klár. Stefán er innsti koppur í búri Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann er á launum við að skrifa spannarþykkar skýrslur fyrir Guðbjart Hannesson sem Jóhönnuvængurinn ætlar að etja fram gegn Árna Páli.“ Hitt veit ég af eigin reynslu, að fáir háskólakennarar eru betur til þess fallnir en Stefán Ólafsson að fræða menn um pólitískar krossferðir og jafnvel hvíslingar líka.


Bloggfærslur 13. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband