Stutt myndband: Laffer á Íslandi að tala um fátækt

Hinn kunni bandaríski hagfræðingur Arthur Laffer kom til Íslands 2007 og hélt fyrirlestur í Þjóðmenningarhúsinu. Hann hefur margt skemmtilegt að segja, þótt hann sé líka stundum glanni í spásögnum. Kjarninn í boðskap hans í þessu stutta myndbandi frá fyrirlestrinum stendur óhaggaður: Við gerum ekki hina fátækari ríkari með því að gera hina ríku fátækari. Það er ekkert áhyggjuefni, ef einhverjir eru ríkir. Það er áhyggjuefni, ef einhverjir eru fátækir og geta ekkert gert að því.

Nýtt myndband: Frelsið skapar hagsæld!

Hér er sýnt í stuttu myndbandi, hvað þrír fyrirlesarar í samstarfsverkefni RNH og AECR (Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna) hafa haft að segja nú í janúar, febrúar og mars 2013: Svíar hafa aukið atvinnufrelsi og lækkað skatta! Frjálshyggja er besta leiðarstjarna Íslendinga! Ríkisafskipti áttu sinn þátt í að auka á fjármálakreppuna!

Bloggfærslur 14. apríl 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband