Skemmtilegur afmćlisdagur

Ég varđ sextugur ţriđjudaginn 19. febrúar, og var dagurinn hinn skemmtilegasti. Ég hélt fyrirlestur undir nafninu „Frjálshyggjan, kreppan og kapítalisminn“ í Hátíđasal Háskóla Íslands klukkan fimm síđdegis, og var hvert sćti setiđ, og ţurftu nokkrir ađ standa eđa koma sér fyrir á efri svölum. Ţar fór ég yfir ţá gagnrýni, sem frjálshyggja og kapítalismi hafa sćtt frá hruni, međal annars í bókum Stefáns Snćvarrs, Stefáns Ólafssonar, Ha-Joon Changs, Einars Más Guđmundssonar og Einars Más Jónssonar, og reyndi ađ svara henni. Ómar Kristmundsson var fundarstjóri, en Stofnun stjórnsýslufrćđa og stjórnmála stóđ ađ fundinum. Myndir af fyrirlestrinum má međal annars sjá hér.

Ađ fyrirlestrinum loknum urđu nokkrar umrćđur. Ţórólfur Ţórlindsson prófessor benti á, ađ ég hefđi ađallega rćtt um fortíđina. Hverja teldi ég leiđ Íslendinga út úr ógöngum síđustu ára? Ég svarađi ţví til, ađ mikilvćgast vćri ađ lćkka skatta og minnka ríkisafskipti, setja hjól atvinnulífsins aftur í gang. Gunnlaugur Jónsson fjármálafrćđingur spurđi, hverja ég teldi heppilegasta framtíđartilhögun gjaldeyrismála á Íslandi. Ég rifjađi upp, ađ sjálfur hefđi ég lagt til ađ taka upp annan gjaldmiđil snemma í níunda áratug, áđur en nokkur annar (ađ dr. Sigurđi B. Stefánssyni hagfrćđingi undanteknum) hefđi orđađ ţađ. Jóhannes Nordal hefđi hins vegar bent á veigamikla mótbáru: Ef viđ tökum upp annan gjaldmiđil, ţá verđum viđ ađ hegđa okkur vel, ţví ađ viđ getum ekki notađ peningaprentun eđa lánsfjárţenslu til ađ sleppa undan beinum afleiđingum óskynsamlegrar hegđunar okkar. En ef viđ getum hegđađ okkur vel, ţá er óţarfi ađ taka upp annan gjaldmiđil. Réttast vćri ađ kippa okkar málum í lag, leyfa valfrelsi um gjaldmiđla og athuga síđar meir, hvort viđ héldum í krónuna eđa tćkjum upp annan gjaldmiđil. Yrđi síđari kosturinn fyrir valinu, ţá litist mér best á myntslátturáđ međ breskt pund sem viđmiđunarmynt. Viđskiptablađiđ tók viđ mig stutt viđtal á Netinu, sem skođa má hér.

Síđan var móttaka í Hámu, mötuneyti Háskólans, milli klukkan sex og átta. Sóttu hana á ađ giska tvö hundruđ manns. Gísli Marteinn Baldursson var ţar veislustjóri, en ţeir Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráđherra, og dr. Ómar Kristmundsson prófessor, forseti stjórnmálafrćđideildar, fluttu ţar ávörp. Voru ţau bćđi vel samin og vel flutt og mjög vinsamleg í minn garđ. Pétur Emil Júlíus Gunnlaugsson og tveir vinir hans léku jasslög í hófinu af mikilli fimi. Mér barst fjöldi gjafa mér til nokkurrar undrunar, og voru ţćr undantekningarlaus vel valdar. Myndir úr hófinu eru međal annars hér og hér og hér og hér.

Um kvöldiđ héldu nokkrir góđir vinir og samverkamenn mér kvöldverđ. Ţar var Kjartan Gunnarsson veislustjóri, en Davíđ Oddsson, ritstjóri og fyrrverandi forsćtisráđherra, flutti ávarp, sem var í senn fyndiđ og elskulegt, eins og hans var von og vísa. Í byrjun hófsins lék kvartett frá Sinfóníuhljómsveit Íslands nokkur fögur lög, ađallega eftir Mozart. Viđ ţađ tćkifćri hélt áfram ađ rigna yfir mig gjöfunum, og voru ţćr satt ađ segja stórkostlegar. Ég verđ ekki oft orđlaus, en ţar varđ ég allt ađ ţví orđlaus.


Glćrurnar í fyrirlestri mínum

Hér eru glćrurnar úr fyrirlestri ţeim, sem ég flutti ţriđjudaginn 19. febrúar 2013 í Hátíđasal Háskóla Íslands um „Frjálshyggjuna, kreppuna og kapítalismann“. Ćttu ţćr ađ gefa góđa mynd af efni fyrirlestursins.

 


Rannsóknarskýrsla mín fyrir 2012

Viđ háskólaprófessorar ţurfum 1. febrúar ár hvert ađ skila skýrslu um rannsóknir okkar og önnur störf áriđ á undan. Ég tók á dögunum saman ţessa skýrslu, og fer hún hér á eftir međ tengingum, ţar sem efni er ađgengilegt á Netinu. Margir kennarar Háskólans eru mér fremri í ađ birta ritgerđir í ritrýndum tímaritum erlendum, en fyrir ţađ fást flest rannsóknarstig. Ţeir hreppa ţví fleiri stig en ég. Ţeir eru flestir vel ađ ţessum stigum komnir, en ég velti ţví stundum fyrir mér, hvort háskólaprófessorar geti ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni á annan veg líka, til dćmis međ ţví ađ fara ađ fordćmi Jóns Sigurđssonar, rannsaka sögu Íslands og ţjóđhagi, halda uppi vörnum fyrir land og ţjóđ erlendis og leggja á ráđin um efnalegar framfarir innan lands. Háskólinn var einmitt stofnađur á hundrađ ára afmćli Jóns Sigurđssonar, 17. júní 1911.

A3.2 Bókarkaflar: innlend ritrýnd útgáfa

A4.4 Greinar birtar í almennum tímaritum

A6.3 Erindi á alţjóđlegri ráđstefnu

  • Icelandic Communists, 1918–1998. Paper at an International Conference on “Europe of the Victims” in Iceland 22 September 2012.
  • How Can the Initial Allocation of ITQs Be Just? Paper at an International Conference on “Fisheries: Sustainable and Profitable“ in Iceland 6 October 2012. [Not delivered for constraints of time.]

A6.4 Erindi á innlendri ráđstefnu

A6.5 Erindi á málţingi eđa málstofu

A8.2 Ritdómar

C4 Forstöđumađur rannsóknastofnunar

D1 Skipulagning alţjóđlegrar vísindaráđstefnu

D6 Frćđsluefni fyrir almenning. Erlend blöđ

D6 Frćđsluefni fyrir almenning. Fyrirlestrar

  • Íslenskir kommúnistar 1918–1998. Rotary-klúbbur Reykjavíkur 8. febrúar 2012.
  • Hćgri stefna á Íslandi: Viđhorf og verkefni. Samband ungra sjálfstćđismanna 8. mars 2012. Á Youtube hér.
  • Íslenskir kommúnistar 1918–1998. Frjálshyggjufélagiđ 14. mars 2012.

D6 Frćđsluefni fyrir almenning. Blađagreinar

D6 Frćđsluefni fyrir almenning. Viđtöl viđ fjölmiđla

D6 Frćđsluefni fyrir almenning. Fróđleiksmolar í Morgunblađinu

D6 Frćđsluefni fyrir almenning. Blogg

  • Nćr daglegt blogg á pressan.is allt áriđ 2012, ţar sem talađ var máli Íslendinga gagnvart erlendum stórveldum, máli skattgreiđenda gegn skatteyđendum og máli neytenda gegn framleiđendum.

Verđlaun og viđurkenningar


Bloggfćrslur 28. mars 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband