Á Beinni línu hjá DV

Ég var á Beinni línu hjá DV föstudaginn 24. febrúar 2012 á milli kl. 14 og 17 og svaraði fjölda spurninga. Allt gekk vel, og vona ég, að þeir DV-menn hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum með það, að ég talaði hvergi af mér.

Leiðrétting á vísu

Í fróðleiksmola í Morgunblaðinu og á pressan.is um Gróu á Leiti í íslenskum bókmenntum fór ég með vísu eftir Sigurbjörn Jóhannsson frá Fótaskinni. Nú hefur einn afkomandi Sigurbjörns, Vigdís Sigurðardóttir, bent mér á, að í prentuðum ljóðmælum hans frá 1902 sé vísan á aðra lund:

Vondra róg ei varast má,
varúð þó menn skeyti.
Mörg er Gróa málug á
mannorðsþjófa Leiti.

Hafði ég (eins og margir aðrir) haft „beiti“, þar sem prentað er „skeyti“.


Bloggfærslur 26. febrúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband