Ný gögn um hlutdrægni Egils Helgasonar

Vignir Már Lýðsson birtir afar fróðlegt blogg á Pressunni.is 9. febrúar 2011 um hlutdrægni Egils Helgasonar, umræðustjóra Ríkisútvarpsins. Hefur Vignir Már tekið saman lista um þá, sem komið hafa fram í þætti Egils frá hruni. Þar eru tíðustu gestirnir þessir:

  1. Sigrún Davíðsdóttir    (9)
  2. Lilja Mósesdóttir    (7)
  3. Ólafur Arnarson    (7)
  4. Gunnar Smári Egilsson    (6)
  5. Andri Geir Arinbjarnarson    (6)
  6. Benedikt Sigurðarson    (6)
  7. Bjarni Benediktsson    (6)
  8. Þór Saari    (5)
  9. Þorvaldur Gylfason    (5)
  10. Eiríkur Bergmann Einarsson    (5)
  11. Eva Joly    (5)
  12. Jón Baldvin Hannibalsson    (5)
  13. Marinó G. Njálsson (5)
  14. Jóhann Hauksson    (5)
  15. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir    (5)
  16. Jóhannes Björn Lúðvíksson    (5)
  17. Agnes Bragadóttir    (5)
  18. Jón Daníelsson    (5)
  19. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson    (5)
  20. Vilhjálmur Bjarnason    (5)

Vignir Már reynir að flokka álitsgjafana, sem fram koma í þætti Egils. 25% þeirra teljast samkvæmt mati hans hægri menn, 73% vinstri menn, og óvíst er, hvernig flokka megi 2%.

Þessar tölur segja mikla sögu.


Bloggfærslur 12. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband