Viðtal við Björn Bjarnason á ÍNN

80-bj0rnb.jpgÉg var í viðtali við Björn Bjarnason í þætti þeim, sem hann stjórnar á sjónvarpsstöðinni ÍNN, kl. 21.30 miðvikudagskvöldið 2. september 2009. Við ræddum um Svartbók kommúnismans, sem kom út 31. ágúst, en Björn aðstoðaði mig talsvert við bókina og las prófarkir af nokkrum hluta hennar af sínum mikla dugnaði og áhuga. Margt bar á góma, meðal annars hvað helst hefði verið deilt um í tengslum við Svartbókina. Ég taldi, að það væri einkum þrennt: 1) Hversu margir hafa týnt lífi af völdum kommúnisma, um 85 eða um 100 milljónir manna? 2) Er réttlætanlegt að jafna saman kommúnisma og nasisma? 3) Að hve miklu leyti má rekja ógnarstjórn kommúnista á 20. öld til marxismans og að hve miklu leyti er um að ræða sögulegar hefðir í þeim ríkjum, sem þeir stjórnuðu?

Viðtal á Útvarpi Sögu

Ég var í þætti Höskulds Höskuldssonar á Útvarpi Sögu 99.4 miðvikudaginn 2. september kl. 17 ásamt Jóni G. Haukssyni, ritstjóra Frjálsrar verslunar, og Agli Jóhannssyni, forstjóra Brimborgar. Við ræddum um Svartbók kommúnismans, og töldu viðmælendur mínir allir, að mikill fengur væri að henni á íslensku. Ég sagði, að ég hefði viljað votta fórnarlömbum kommúnismans virðingu mína. Voðaverkin í nafni þeirrar hugsjónar mættu ekki gleymast fremur en glæpir nasista. Umræður voru fjörugar og málefnalegar.

Bloggfærslur 2. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband