21.11.2009 | 19:01
Sjónarmið Sigurðar Líndal
Sigurður Líndal lagaprófessor ritar grein í Fréttablaðið 19. nóvember 2009 um Icesave-samningana, sem bíða nú afgreiðslu Alþingis. Hann víkur í því sambandi að stjórnarskránni:
Í 21. gr. segir að samþykki Alþingis þurfi til breytinga á stjórnarhögum ríkisins og í 40. gr. að ekki megi taka lán er skuldbindi ríkið nema samkvæmt lagaheimild. Með frumvarpi því sem nú bíður afgreiðslu liggur vissulega fyrir lagaheimild, en verður ekki að gera þá kröfu að hún sé þannig úr garði gerð að skuldbindingum séu sett skýr takmörk og stofni þannig fullveldi ríkisins ekki í hættu? Og hér er álitaefnið hvort frumvarpið fullnægi þessum áskilnaði. Um það skal ekkert fullyrt, en hins vegar kemur á óvart að þessi þáttur virðist ekki hafa komið til almennrar umræðu. Væri nú ekki rétt að huga að þessu áður en frumvarpið verður samþykkt?
Ég er sammála Sigurði. Annað atriði er einnig umhugsunarefni. Nú er talsvert talað um Landsdóm vegna hugsanlegrar vítaverðrar vanrækslu einhverra valdsmanna í aðdraganda bankahrunsins, enda hafi sú vanræksla valdið þjóðinni stórkostlegu fjárhagstjóni. En skyldu hinir hraksmánarlegu Icesave-samningar ekki veita fullt tilefni til að leiða núverandi ráðamenn fyrir Landsdóm, þegar þjóðin áttar sig loks á, hvað þeir eru að gera? Geta þessir menn skuldbundið þjóðina stórkostlega fjárhagslega, án þess að séð verði, að þær skuldbindingar styðjist við lög eða alþjóðasamninga, auk þess sem enginn veit, hvað þær fela í sér?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook
19.11.2009 | 17:55
Óskynsamlegar skattahækkanir
Útreikningar þeir, sem birtast í fjölmiðlum á áhrifum skattahækkana, eru allir rangir. Þar er aðeins gert ráð fyrir skammtímaáhrifum skattahækkana. En langtímaáhrif þeirra eru jafnan, að skattstofnar minnka, og þá lækka skatttekjur um leið, því að vitaskuld hafa skattar sterk hegðunaráhrif. Þegar menn greiða helming teknanna af viðbótarvinnu sinni í skatt, dregur úr löngun þeirra til að bæta við sig vinnu. Flestir menn hafa meiri áhuga á að vinna fyrir sig og fjölskyldu sína en fyrir Steingrím J. Sigfússon og Jóhönnu Sigurðardóttur. En um leið og skatttekjur lækka, verður minna afgangs til að fullnægja þeim þörfum, sem ríkið vill sinna, til dæmis kjarabótum til þeirra, sem geta ekki bjargað sér sjálfir.
Bestu dæmin um langtímaáhrif skattahækkana eru fólgin í samanburði á Sviss og Svíþjóð, sem Victoria Curzon-Price, prófessor í hagfræði í Genf, gerði eitt sinn á ráðstefnu á Íslandi. Í Sviss námu skattar um 30% af landsframleiðslu fyrir það ár, sem Curzon-Price tók dæmi af, og þar voru skatttekjur á mann þá um eitt þúsund Bandaríkjadalir. Í Svíþjóð námu skattar um 60% af landsframleiðslu þetta sama ár, og skatttekjur á mann voru þá svipaðar og í Sviss, um eitt þúsund Bandaríkjadalir á mann. Þetta sýnir það, að lítil sneið af stórri köku getur verið jafnstór og stór sneið af lítilli köku.
Ég skrifaði grein í 43. tölublað Vísbendingar um ýmis ósýnileg, en þó raunveruleg áhrif stighækkandi tekjuskatts, og í 45. tölublaði, sem er nýkomið út, skrifa ég um skattleysismörkin, sem eru miklu hærri á Íslandi en víðast annars staðar. Ég held, að lögmál skatta séu þrenn og öll brotin af þeim óheillakrákum, sem nú voma yfir stjórnarráðinu:
- Lítil sneið af stórri köku getur verið stærri en stór sneið af lítilli köku.
- Gæsirnar, sem varpa gulleggjunum, eru flestar fleygar.
- Um skatta gildir hið sama og búskap, að rýja á sauðféð, en ekki flá.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook
19.11.2009 | 17:54
Blogg mitt um bækur
Ég blogga um nokkrar bækur á Eyjunni. Hér eru hlekkir í þau blogg, sem birst hafa þar fram að þessu:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook
18.11.2009 | 22:06
Vandlifað fyrir rithöfunda

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook
18.11.2009 | 22:03
Af hverju var mútumálið aldrei rannsakað?

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook
16.11.2009 | 23:55
Heiðarleiki
Sumir hafa fundið að því, að þjóðfundurinn í Laugardalshöll laugardaginn 14. nóvember geti ekki talað í nafni þjóðarinnar. Auðvitað er það rétt. Ekkert slíkt úrtak fær talað í nafni þjóðarinnar. Til er viðurkenndur farvegur almennra þingkosninga á nokkurra ára fresti, sem veitir kjósendum tækifæri til að skipta um valdsmenn, telji þeir það nauðsynlegt. Þjóðin er víðfeðmara hugtak en kjósendur og spannar allar ellefu aldir Íslandsbyggðar. Þetta hugtak skírskotar til hinna varanlegu hagsmuna Íslendinga á vegferð þeirra. En framtak þjóðfundarmanna er samt lofsvert og virðist hafa tekist vel. Þótt þeir, sem hittust í Laugardalshöll, geti ekki talað í nafni þjóðarinnar, geta þeir talað til þjóðarinnar. Og það hafa þeir gert, svo að eftir er tekið. Þeir krefjast heiðarleika. Þar er ég hjartanlega sammála þeim. Eflaust veldur einhverju um þessa kröfu söknuður eftir þeim stjórnmálaforingja Íslendinga, sem gat sér helst orð fyrir heiðarleika, en hvarf því miður úr stjórnmálum haustið 2005. Hann er Davíð Oddsson.
Þar skiptir ekki mestu máli, að Davíð lét ekki greiða sér biðlaun borgarstjóra, þegar hann varð forsætisráðherra, þótt hann ætti rétt á því, eða að kona hans tók sér aldrei dagpeninga í ferðum þeirra erlendis, þótt þau hjónin ættu rétt á því og aðrir gerðu það óspart. Hitt er mikilvægara, að Davíð lét aldrei annað stjórna sér en eigin samvisku og sannfæringu. Hann var ekki falur eins og svo margir aðrir stjórnmálamenn. Hann var ekki einu sinni falur fyrir 300 milljónir, þótt Jón Ásgeir Jóhannesson segði Hreini Loftssyni og öðrum manni ónefndum, að enginn stæðist þá upphæð. Til dæmis verður Borgarnesræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur henni til ævarandi minnkunar, og hlutur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem uppvísir urðu að því að taka eftir stjórnartíð Davíðs við stórfé frá auðjöfrunum eins og Samfylkingin hafði gert (þótt þessir tveir flokkar gengju ekki eins blygðunarlaust erinda þeirra) er litlu skárri. Fólk krefst heiðarleika. Þess vegna er ekki að furða, að flestir treysta samkvæmt skoðanakönnunum Davíð Oddssyni til að leiða þjóðina í gegnum núverandi þrengingar. Þótt Davíð kunni eins og allir slyngir stjórnmálamenn að gjalda lausung við lygi, eru svik ekki til í munni hans.
15.11.2009 | 19:54
Hin gömlu gildi
Á þjóðfundi í Laugardalshöllinni í dag, 14. nóvember 2009, töluðu margir um, að snúa þyrfti til gamalla gilda. Ég er hjartanlega sammála þeim. Íslendingar týndu sjálfum sér í trylltan dansi í kringum gullkálfinn í fjögur ár, frá 2004 til 2008. Baugurinn, sem þeir drógu sér á hönd í einhverju fáti, spillti þeim. Þeir fáu, sem vöruðu við, voru hrópaðir niður. En hver eru hin gömlu gildi? Hver er hin íslenska hugsun? Ísland byggðist mönnum, sem kunnu ekki við sig annars staðar á Norðurlöndum, af því að þeim þótti þar ekki nægilegt svigrúm. Þess vegna sigldu þeir vestur um haf og hingað heim. Þegar Þórarinn Nefjólsson færði Íslendingum þau skilaboð, að best væri fyrir þá að láta dátt við erlenda konunga, svaraði Einar Þveræingur í frábærri ræðu, að menn vissu, að konungar væru misjafnir, sumir góðir og aðrir vondir, og væri því best að hafa enga konunga. Varaði hann við öllum tilraunum konunga til skattheimtu. Á Sturlungaöld gengu bændur enn lengra og sögðu, að best væri að hafa enga höfðingja. Að þessum arfi búum við. Þess vegna er menning okkar einstæð. Söguhetja Snorra, Egill Skallagrímsson, var fyrsti einstaklingurinn, eins og Nordal orðaði það: Hann var nægilega höfðingjadjarfur til að yrkja gegn guðunum, þegar honum mislíkaði við þá. Þótt Halldór Laxness ætlaði sér að skopast að hetjuhugsjóninni með því að skapa Bjart í Sumarhúsum, var nógu mikið af Agli Skallagrímssyni (og raunar Halldóri sjálfum) í Bjarti til þess, að hann var réttborinn Íslendingur.Var þrjóska Bjarts ekki öðrum þræði festa og lífsþróttur? Snúum til gamalla gilda, sjálfstæðishneigðar, höfðingjadirfsku og hóflegrar tortryggni í garð erlendra herramanna, líka þeirra, sem búa í Brüssel.
(Ljósmyndin er Mbl.-Kristinn.)
14.11.2009 | 18:43
Fróðlegar tölur
13.11.2009 | 20:12
Stighækkandi tekjuskattur óheppilegur
- Hann er flókinn í framkvæmd,
- leiðir til ábyrgðarleysis í stjórnmálum (þegar ekki er sami hópurinn, sem tekur ákvörðun um skattinn og ber hann)
- og dregur úr vinnuframlagi og verðmætasköpun.
Tímaritið Vísbending er ómissandi öllum áhugamönnum um þjóðarhag.
12.11.2009 | 15:23
„Ég býð! Þið borgið!“
Og ég leit fram í salinn
og bjóst við stjórnlausum fögnuði
fólksins.
En þar var enginn
og annarleg kyrrð hvíldi yfir
auðum bekkjunum.
Eggert taldi sig yfir það hafinn að þurfa að vinna fyrir sér, svo að oft skorti hann fé. Þegar hann hitti menn á götum Reykjavíkur, var viðkvæði hans: Ég býð! Þú borgar!
Nú hefur einn maður tekið upp þennan sið Eggerts. Hann er Jón Ásgeir Jóhannesson, öðru nafni Jón Násker. Hann heldur nú á fimmtudagskvöld mikið samsæti í íbúð sinni í Nýju Jórvík, en hún er við Gramercy Park og hefur amx.is birt fjölda mynda úr henni. Jón Násker hefur sem kunnugt er safnað stórkostlegustu skuldum, sem um getur í sögu Íslands, þúsund milljörðum króna, og notað fjölmiðla sína í illskeytta herferð gegn öllum þeim, sem dirfðust að gagnrýna hann eða jafnvel hafa orð á því einu, að hann ætti ekki að gína yfir öllu. Sífellt fleirum er þó ljóst, að hann er söngvari, sem getur ekki sungið. Auðvitað á hann ekki þessa íbúð í Nýju Jórvík, heldur íslenskir skattgreiðendur, þótt einhverjum aulum í íslenskum bönkunum hafi sennilega láðst að taka veð í henni. Þetta samsæti hans á fimmtudagskvöldið er því í boði íslenskra skattgreiðenda. Jón Násker segir í anda Eggerts: Ég býð! Þið borgið! Það er aðeins einn munur: Þeir, sem borguðu fyrir Eggert, fengu sjálfir að sitja veisluna. Það fá ekki þeir, sem borga fyrir veislu Jóns Náskers.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.11.2009 kl. 20:15 | Slóð | Facebook