21.10.2009 | 23:12
Hroki og hleypidómar

20.10.2009 | 18:45
Iceslave-samningarnir
Íslendingar gerðu ekki neina samninga við Breta og Hollendinga um Icesave-reikningana, heldur fóru samningamennirnir svonefndu út og sneru heim með reikninginn. Fyrir hvað er þessi reikningur? Íslensk alþýða hefur aldrei stofnað til þeirra skulda, sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur viðurkennt þvert á ráð okkar færustu lögfræðinga, til dæmis þeirra Sigurðar Líndal og Stefáns Más Stefánssonar, og raunar þvert á samþykktir Alþingis frá því í sumar. Íslensk alþýða ber enga ábyrgð á þessum skuldum. Það gera einkaaðilar. Eins og Davíð Oddsson sagði við bankastjóra Landsbankans á fundi í Seðlabankanum snemma árs 2008: Þið getið út af fyrir sig sett Björgólf Guðmundsson á hausinn og eruð sjálfsagt komnir langleiðina með það, en þið hafið ekkert leyfi til þess að setja íslensku þjóðina á hausinn. Davíð skrifaði einnig Geir H. Haarde harðort bréf 22. október 2008, þegar hann var enn seðlabankastjóri og Geir forsætisráðherra, þar sem hann mótmælti öllum fyrirætlunum um, að Ísland tæki á sig stórkostlegar skuldbindingar vegna Icesave-reikninganna. Þetta eru ekki skuldbindingar íslenska ríkisins, þetta eru ekki skuldbindingar íslenskra borgara, þetta eru skuldir Landsbankans, sagði Davíð í bréfinu. Raunar hafa ýmsir erlendir aðilar viðurkennt, hversu fráleitt það er, að íslensk alþýða sé skuldbundin af viðskiptum einkaaðila úti í löndum. Til dæmis vann nefnd undir forystu Jean-Claude Trichet, núverandi bankastjóra Evrópska seðlabankans, á sínum tíma skýrslu, þar sem kemur fram sú skoðun, að evrópskar reglur um innstæðutryggingar gildi ekki, þegar um bankahrun er að ræða. Þá hefur Woulter Bos, fjármálaráðherra Hollands, einnig lýst því yfir opinberlega, að evrópska innstæðutryggingakerfinu sé ekki ætlað að standa undir bankahruni. Það er eins og íslenska ríkisstjórnin vilji ekki vita ekki af neinu af þessu. Ég efast ekki um góðan vilja hennar. En hana skortir þor, þrek og getu til að semja við útlendinga. Íslands ógæfu verður flest að vopni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook
19.10.2009 | 19:09
Einn með Davíðsheilkennið

18.10.2009 | 18:11
Er jörðin ekki að hlýna?
Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur verið fremst í flokki þeirra, sem telja, að jörðin sé að hlýna af mannavöldum og að bregðast þurfi rösklega við, takmarka stórkostlega losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið, enda valdi þær þessari hlýnun. Nú bregður hins vegar svo við, að einn sérfræðingur BBC um loftslagsmál, Paul Hudson, skrifar pistil um þá staðreynd, að jörðin hefur ekki hlýnað frá 1998. Þótt óteljandi fundir hafi verið haldnir um hlýnun jarðar síðustu ellefu árin, óteljandi skýrslur verið skrifaðar um hana, óteljandi styrkir verið veittir vísindamönnum til að rannsaka hana, stendur eftir, að jörðin hefur ekki hlýnað þetta tímabil. Samt hefur losun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftið aukist stórlega. Hvað veldur? Þótt ég sé þeirrar skoðunar, að vísindin séu of mikilvæg til að láta vísindamönnunum þau einum eftir, dettur mér ekki í hug að efast um, að gróðurhúsalofttegundir valdi hlýnun og að jörðin hafi hlýnað mjög hratt á síðustu tveimur áratugum tuttugustu aldar. Þetta segja vísindamenn, og þessu trúi ég. En heilbrigð skynsemi segir okkur, að of lítið hafi verið gert úr náttúrlegum sveiflum í loftslagi. Hlýindaskeið var á landnámsöld, og þeystu þá engir bílar um á Íslandi. Til eru vísindamenn, sem hafa varpað fram öðrum tilgátum. Getur verið, að loftslagið breytist frekar eftir virkni sólar? Eða eftir hafstraumum? Eflaust ráða margir þættir loftslagi. Maðurinn er aðeins einn þeirra. Þurfum við ekki frekar að laga okkur að loftslaginu en að reyna að breyta því?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook
18.10.2009 | 18:07
Björn betri en Egill

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook
16.10.2009 | 16:25
Gauti hleypur á sig

Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.10.2009 kl. 23:00 | Slóð | Facebook
15.10.2009 | 17:13
90% af forgangskröfum?

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook
14.10.2009 | 17:51
Alltaf sleppur Gylfi

John Rolfe: And if you were betting, do you think that people will go to jail?
Gylfi Magnússon: I would be very surprised if all this was wrapped up without something like that happening.
Hvers vegna gerði Ríkisútvarpið því engin skil, þegar ráðherra varð uppvís að ósannindum? Og er eitthvað frekar að marka Gylfa Magnússon í umræðum um hina örlagaríku Icesave-samninga en þegar hann sagði ósatt um samtal sitt við ástralska blaðamanninn?
13.10.2009 | 17:57
Nóbelsverðlaunin í hagfræði

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook
12.10.2009 | 17:09
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn misnotaður
Af einhverjum ástæðum halda sumir Íslendingar, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé sérstakur bólstaður frjálshyggjumanna. Því fer fjarri, eins og ég hef stundum bent á opinberlega. Þar starfa að vísu margir vel menntaðir hagfræðingar, og hagfræðingar skilja menntunar sinnar vegna betur en margir aðrir hugmyndina um frjálst og sjálfstýrt hagkerfi, þar sem menn græða hver á öðrum: Við kaupum vín af Spánverjum og seljum þeim fisk, af því að arðbærara er að veiða fisk á Íslandsmiðum og rækta vín á Spánarhlíðum en öfugt. En Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er eins og Alþjóðabankinn aðallega vígi hins alþjóðlega gáfumannafélags, sem þeytist á fyrsta farrými milli landa, skrifar langar skýrslur og skrafar margt á fundum með stjórnvöldum, en horfir vorkunnaraugum á fátæklingana út um gluggann. Þetta er fólk, sem veifar prófskírteinum úr virðulegum skólum og talar mörg tungumál, en hefur reiknað sig út úr heiminum í stað þess að lifa sig inn í hann. Ég veit ekki um neina þjóð, sem brotist hefur úr fátækt í bjargálnir fyrir orð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en ég get nefnt margar þjóðir, sem hafa gert þetta í krafti frjálsra viðskipta: Fyrst skal fræga nefna Íslendinga í lok nítjándu aldar, síðan ýmsar þjóðir eftir seinni heimsstyrjöld, til dæmis í Taívan, Suður-Kóreu, Hong Kong og Singapúr. Fátækar þjóðir þurfa atvinnufrelsi og eignarrétt, ekki skrif og skraf gáfumannafélagsins. Ég man enn, þegar ég fylgdist á frjálshyggjuþingi í Vancouver í Kanada með kappræðum þeirra Georges Shultz, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna (og áður hagfræðiprófessors í Chicago), og Stanleys Fischer, sem var um skeið aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Shultz hélt því fram, að sjóðurinn ætti nánast engan rétt á sér. Hann aðstoðaði slæma stjórnmálamenn við að halda áfram mistökum sínum. Hvað sem því líður, var upphaflegt hlutverk sjóðsins að auðvelda aðildarríkjum greiðsluaðlögun og sveiflujöfnun. Hér á Íslandi hefur sjóðurinn hins vegar aðeins birst sem óvæginn handrukkari fyrir Breta og Hollendinga. Starfsmenn hans hljóta að skammast sín fyrir að vera misnotaðir á þennan hátt.