Um kapítalismann á Bylgjunni

Ég skiptist á skoðunum um kapítalismann, sem margir hafa kveðið upp dauðadóm yfir, á Bylgjunni sunnudaginn 28. september 2008 kl. rúmlega 11 um morguninn við Ögmund Jónasson alþingismann. Hlusta má hér á þáttinn.

Einnig hef ég birt tvær greinar í tveimur síðustu heftum Mannlífs. Í júlí skrifaði ég um, hvað kalda stríðið hefði verið háð um, hvort Gúlageyjaklasinn ætti að ná til alls heimsins, en í ágúst um þá, sem gengu af trúnni, hættu að vera sósíalistar, þar á meðal Stefán Pjetursson, Benjamín H. J. Eiríksson, Jónas H. Haralz, Áki Jakobsson og Arnór Hannibalsson. Í septemberhefti Mannlífs mun ég síðan væntanlega birta grein um „Sögulega seinheppni“.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband