Ekki er allt sem sżnist

JThorl1927Eitt meginhlutverk vķsindanna er aš gera greinarmun į sżnd og reynd, skynveruleika og raunveruleika. Žaš er aš endurskoša og leišrétta žį mynd af veruleikanum, sem viš fįum fyrir tilstilli skynfęranna. Jöršin sżnist til dęmis flöt, en er ķ raun hnöttótt. Annaš dęmi er munurinn į nafnvöxtum og raunvöxtum: Ef mašur tekur lįn į 5% vöxtum ķ 3% veršbólgu, žį eru raunvextir 2%, žótt nafnvextir séu 5%.

Mér varš hugsaš til žessa greinarmunar į sżnd og reynd, žegar Sjįlfstęšisflokkurinn varš nķręšur į dögunum. Žaš er alveg rétt, sem jafnan er sagt, aš hann varš til, žegar Ķhaldsflokkurinn og Frjįlslyndi flokkurinn sameinušust 25. maķ 1929. Sķšan er išulega sagt meš skķrskotun til žess, aš ķ flokknum takist į frjįlslynd öfl og ķhaldssöm.

Menn mega žó ekki lįta nöfnin blekkja sig. Ķhaldsflokkurinn var ķ raun frjįlslyndur flokkur, en Frjįlslyndi flokkurinn ķhaldssamur. Žetta mį sjį meš žvķ aš kynna sér stefnuskrįr flokkanna, starfsemi og verk. Jón Žorlįksson stofnaši Ķhaldsflokkinn 24. febrśar 1924, vegna žess aš hann vildi halda ķ fengiš frelsi, eins og hann skżrši śt ķ snjallri grein ķ Eimreišinni 1926. Hann vildi verja žetta frelsi gegn nżstofnušum stéttarflokkum, Framsóknarflokki bęnda og Alžżšuflokki verkalżšsrekenda. Ólķkt frjįlslyndishugtakinu er ķhaldshugtakiš afstętt frekar en sjįlfstętt: Öllu mįli skiptir, ķ hvaš er haldiš. Žegar Jón var fjįrmįlarįšherra 1924–1927, jók hann atvinnufrelsi meš žvķ aš leggja nišur rķkisfyrirtęki og lękka skuldir hins opinbera. Siguršur Eggerz, leištogi Frjįlslynda flokksins, hafši hins vegar veriš örlįtur į almannafé, į mešan hann var fjįrmįlarįšherra 1917–1920, og safnaš skuldum.

Frjįlslyndi flokkurinn, sem var aš vķsu losaralegur sķna stuttu starfstķš, lagši meginįherslu į ramma žjóšernisstefnu, en hśn er aušvitaš af ętt ķhaldsstefnu frekar en frjįlshyggju. Einn ašalmašur Frjįlslynda flokksins, Bjarni Jónsson frį Vogi, hafši einmitt sett žaš skilyrši fyrir stušningi viš stjórn Ķhaldsflokksins, aš nż ęttarnöfn yršu bönnuš meš lögum, žvķ aš hann taldi žau óķslenskuleg. Annar forystumašur Frjįlslynda flokksins, Benedikt Sveinsson, hafši veriš andvķgur sambandslagasįttmįlanum 1918, žvķ aš hann vildi ekki veita Dönum žau réttindi į Ķslandi, sem kvešiš var į um ķ sįttmįlanum.

(Fróšleiksmoli ķ Morgunblašinu 13. jślķ 2019.)


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband