Ásgeir Pétursson

Andlát_Ásgeir-Pétursson-sýslumađurŢótt furđulegt sé, átti Josíf Stalín marga vini í Norđurálfunni um miđja tuttugustu öld. Hér á landi voru ţeir raunar fleiri en víđast annars stađar. Flokkur ţeirra, sem hafđi kastađ kommúnistanafninu og kenndi sig viđ sósíalisma, fékk nćr fimmtung atkvćđa í ţingkosningum 1946 og 1949. Naut hann rausnarlegra, en leynilegra framlaga frá Moskvu, sem auđveldađi honum ađ reka voldug útgáfufyrirtćki og kosta verkföll í stjórnmálaskyni. Andstćđingarnir sćttu ofsóknum og útskúfun, ef og ţegar til ţeirra náđist, ekki síst rithöfundar. Eins og Ţór Whitehead prófessor lýsir í smáatriđum í bókinni Sovét-Íslandi, óskalandinu, beittu kommúnistar ekki ađeins ofbeldi í vinnudeilum, heldur reyndu líka međ öllum ráđum ađ koma í veg fyrir Keflavíkursamninginn 1946. Ţeir létu svívirđingar ekki duga, heldur veittust ađ ráđamönnum á götum úti og fóru ađ heimilum ţeirra.

Ţađ ţurfti kjarkmenn til ađ skora ţetta illvíga liđ á hólm. Ásgeir Pétursson, sem lést í hárri elli 24. júní 2019, var slíkur kjarkmađur. Hann var laganemi, ţegar hann birti áriđ 1948 tímamótagrein ţess efnis, ađ lýđrćđissinnar yrđu ađ sameinast um ađ tryggja lög og reglu í landinu. Ţađ féll síđan í hlut hans ađ skipuleggja varaliđ til stuđnings lögreglu, ţegar kommúnistar gerđu sig líklega til ađ ráđast á Alţingishúsiđ 30. mars 1949 og hindra afgreiđslu ţingsályktunartillögu um ađild Íslands ađ Atlantshafsbandalaginu. Tókst ađ hrinda ţeirri árás, en ein áreiđanlegasta heimildin um atburđarásina ţann örlagadag er rćkilegur hćstaréttardómur frá 1950.

Sennilega er annađ framtak Ásgeir síđur kunnugt. Hann var ađstođarmađur Bjarna Benediktssonar í menntamálaráđuneytinu 1953–1956, og er óhćtt ađ segja, ađ ţeir hafi í sameiningu skipulagt gagnsókn lýđrćđissinna í menningarmálum. Ţeir Guđmundur G. Hagalín og Kristmann Guđmundsson, sem kommúnistar höfđu lagt í einelti, fengu til dćmis störf, ţar sem hćfileikar ţeirra fengu ađ njóta sín, og Almenna bókafélagiđ var stofnađ 17. júní 1955 til ađ búa borgaralegum rithöfundum skjól. Rek ég stuttlega ţá sögu í formála bókarinnar Til varnar vestrćnni menningu: Rćđur sex rithöfunda 1950–1958, sem Almenna bókafélagiđ gaf út 1. desember 2018 á 100 ára afmćli fullveldisins. Ásgeir Pétursson var einn ţeirra manna, sem stóđu vörđ um fullveldi Íslands, ţegar á reyndi.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 6. júlí 2019.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband