Löstur er ekki glępur

Einn skemmtilegasti einstaklingshyggjumašur Bandarķkjanna į nķtjįndu öld var Lysander Spooner. Hann var įkafur barįttumašur gegn žręlahaldi og stofnaši bréfburšarfyrirtęki ķ samkeppni viš bandarķska póstinn, žótt ekki tękist honum aš raska einokun hans. Ein bók hefur komiš śt eftir Spooner į ķslensku, Löstur er ekki glępur. Žar leišir höfundurinn rök aš žvķ, aš ekki eigi aš banna svonefnd fórnarlambalaus brot, žegar menn skaša ašeins sjįlfa sig, ekki ašra. Dęmi um žaš gęti veriš margvķsleg ósišleg og óskynsamleg hegšun eins og ofdrykkja og önnur fķkniefnaneysla, fjįrhęttuspil, hnefaleikar, vęndi og klįm. Hins vegar megi og eigi aš banna brot, žar sem menn skaša ašra.

Thomas-Aquinas-Black-largeĶ grśski mķnu į dögunum rakst ég į óvęntan bandamann Spooners. Hann er enginn annar en heilagur Tómas af Akvķnas, dżrlingur og heimspekingur kažólsku kirkjunnar. Hluti af miklu verki hans, Summa Theologica, hefur komiš śt į ķslensku, Um lög. Žar segir heilagur Tómas (96. spurning, 2. grein): „Lög manna eru sett fjölda manna, sem aš meiri hluta eru ekki fullkomlega dygšugir. Og žess vegna banna mannalög ekki alla žį lesti, sem dygšugir menn foršast, heldur einungis alvarlegri lesti, sem meiri hlutanum er fęrt aš foršast, og einkum žį, sem eru öšrum til sįrsauka og sem eru žannig, aš vęru žeir ekki bannašir, vęri ekki unnt aš višhalda samfélagi manna; žannig banna mannalög morš, žjófnaš og žess hįttar.“ (Žżšing Žóršar Kristinssonar.)

Ég fę ekki betur séš en dżrlingurinn hitti alveg ķ mark. Rķkiš į fullt ķ fangi meš aš verja okkur gegn žeim, sem vilja skaša okkur, svo aš žaš bęti ekki viš žvķ verkefni, sem žvķ veršur ętķš ofviša, aš siša okkur til og koma ķ veg fyrir, aš viš sköšum okkur sjįlf. Ķ žvķ felst aušvitaš ekki, aš viš leggjum blessun okkar yfir ósišlega eša óskynsamlega hegšun, heldur hitt, aš lķtt framkvęmanlegt er aš breyta henni til batnašar meš valdboši. Vęnlegra er aš reyna aš gera žaš meš fordęmi og žegar žaš dugir ekki til meš fordęmingu og žó įn višurlaga.

(Fróšleiksmoli ķ Morgunblašinu 12. janśar 2019.)


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband