Svavari Gestssyni verður á í skrifum um skýrslu mína

Svavar Gestsson skrifar á Facebook síðu sína: „Svokölluð skýrsla HHG um hrunið er komin út. Hún er eiginlega Reykjavíkurbréf; þau eru ekkert skárri á ensku. Auðvitað er sleppt óþægilegum staðreyndum eins og hollenska minnisblaðinu.“ Nokkrir einstaklingar merkja við, að þeim líki þessi færsla, þar á meðal Mörður Árnason, Vésteinn Ólason og Karl Steinar Guðnason.

Á bls. 154 í skýrslu minni segir: „In the chaos during the bank collapse, a memo of mutual understanding had been signed by Icelandic officials after talks with their Dutch counterparts, accepting some of the Dutch claims, but it had no legal validity and the Icelandic government made it clear afterwards that it was not bound by it in any way.“

Af hverju rjúka menn til og gefa sér ekki einu sinni tíma til að fara með leitarorðin „Dutch“ eða „memo“ um skjalið? Lærðu þeir Mörður og Vésteinn þessa textarýni í íslensku í Háskólanum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband