Ţrír hugsjónamenn gegn alrćđi

Löngum var eitt helsta átakamál á Íslandi, hvort hér skyldi taka upp sameignarskipulag eins og í ríki Stalíns. Fjölmennur og áhrifamikill hópur barđist fyrir ţví međ rausnarlegum stuđningi herranna í Kreml. Ólíkt ţví sem gerđist á öđrum Norđurlöndum var hann voldugasti hópurinn í verkalýđshreyfingunni, og hann réđ líka um skeiđ langmestu í menningarlífinu.

Nógir urđu til ađ frćđa Íslendinga um alrćđisstefnu nasista, ekki síst eftir ađ ţeir biđu ósigur í stríđi. En ţrír hugsjónamenn tóku ađ sér ađ kynna veruleikann ađ baki áróđri kommúnista.

Lárus Jóhannesson hćstaréttarlögmađur var alţingismađur Seyđfirđinga og átti Prentsmiđju Austurlands. Áriđ 1949 fékk hann málsnillinginn Jón Sigurđsson frá Kaldađarnesi til ađ ţýđa dćmisögu Orwells um rússnesku byltinguna, Animal Farm, sem hlaut ţá nafniđ Félagi Napóleon, en hefur síđar veriđ kölluđ Dýrabćr. Lárus bćtti um betur, ţví ađ 1951 gaf hann út eigin ţýđingu á bók Víktors Kravtsjenkos, sem flúiđ hafđi frá Ráđstjórnarríkjunum 1944, Ég kaus frelsiđ. Ţýđingin var sannkallađ ţrekvirki, enda bók Kravtsjenkos 564 blađsíđur, ţótt lćsileg sé.

Tveir ungir vinir, lögfrćđingarnir Geir Hallgrímsson og Eyjólfur Konráđ Jónsson, stofnuđu bókaútgáfuna Stuđlaberg, sem gaf út ţrjú öndvegisrit um kommúnismann. Áriđ 1950 kom út Guđinn sem brást, ţar sem sex menntamenn segja frá vonbrigđum sínum međ kommúnismann, ţar á međal Nóbelsverđlaunahafinn André Gide og rithöfundarnir kunnu Arthur Koestler, Ignazio Silone og Richard Wright. Er bókin međ afbrigđum vel skrifuđ. Áriđ 1951 kom út hrollvekja Orwells um alrćđisskipulag, Nítján hundruđ áttatíu og fjögur, sem iđulega er talin merkasta skáldsaga tuttugustu aldar. Áriđ 1952 kom út Bóndinn eftir Valentín González, sem veriđ hafđi frćgur herforingi í liđi lýđveldissinna í spćnska borgarastríđinu, en síđan setiđ í ţrćlabúđum Stalíns. Er hún fjörlega skrifuđ bók um miklar mannraunir.

Ţessir ţrír hugsjónamenn, Lárus, Geir og Eyjólfur Konráđ, eiga heiđur skilinn. Í kalda stríđinu börđust ţeir hinni góđu baráttu.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 3. mars 2018.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband